Skírnir - 01.01.1912, Side 45
Lifsskoðun Skepháns G. Stephánssonar.
45
Eg nefni þetta svo sem dæmi um spiltan hugsunarhátt. Og nú
njlega fékk eg bróf frá harla mætum mentamanni og ritfærum
meö þessum orðum :
»Mór þótti skömm til koma, þegar eg las eftir yður skjallið
um hann Ameríku-Stephán — í Skírni —, þennan útilegumann,
sem er geðillur heimspekingur, en lítið skáld, og djöflast á móður-
málinu eins og reiðfantur á ótemju«.
Hægt er að finna þessum orðum stað í þeim kvæðum Stepháns,
sem hann hefir mest miskveðið, t. d. í kviðlingum hans um »Sam-
bandsmálið« og síðustu kosningar vorar. En þegar dæmi eru dregin
af misfellum og annmörkum skáldsins og það dæmt tíl háðungar
eftir þeim sakargögnum, þá er því gert rangt til. I'á er tekin
mynd af baksvip þess.
En það er rangt. Þá er farið aftan að siðunum. Þá kemur
ranghverfan upp.
Eg vil hafa rótthverfuna fram í dagsljósið. Eg vil hafa lit-
mynd af skáldinu og ljósmynd.
Fjallið er mælt þar sem það er hæst. Og þannig á að fara
meö skáldin. Þau verður að meta eftir því sem þau hafa bezt
gert. Djúpsæjustu hugsanir þeirra og háfleygustu einkenna þau
og helga þeim lönd og óðul í ríki listanna og bókmentanna. En
misfelluskáldskapurinn, sem eg nefni svo, hendingar, sem grjótkast
lífsins og hversdagssmámuuanna kemur fram í — það er ekki
mælikvarðinn.
Skáld og trúarbragðahöfundar eiga sammerkt á þann hátt, að
orð þeirra eru oft tvíræð og vandasamt að skilja hugsunina rótt.
Það er þess vegna, að fyrir höfundunum vaka efni, sem eru fjarlæg
hversdagsmálunum og háfleygari og dýpri en svo, að þau liggi á
yfirborði almenningsvega. Sjónarsvið skálda og hugsjónamanna
liggur hærra og dýpra heldur en veröld moldarinnar og matarins.
Tungumálið hrekkur ekki til, oft og tíöum, að lýsa því sem þessi
skygnu augu sjá, ljóst stundum, en óljóst stundum. Þá er gripið
til líkinga og orðaleiks, til þess að gefa hugmynd um það, sem
vakir fyrir hugsjón höfundarins. Það kemur fyrir, að gerð eru
nýyrði til þess að ummerkja hugsunina, þegar tungan hrekkur
ekki til, og eykur sú athöfn höfundinum frumleik, ef vel tekst, en
þá verður hann þó torveldari aðgöngu.
Stephán G. Stephánsson er torvelt að skilja, og eru margar
orsakir til þess. Hann er fyrst og fremst vitsmunaskáld, en til-