Skírnir - 01.01.1912, Side 54
54
Lifsskoðnn StephánsG. Stephánssonar.
að prestarnir biðja guð um sigur banda sinni þjóð, þegar styrjaldir
ganga yfir löndin, og þeir fá ekki svo mikið sem rauðan blett í kinnina
fyrir ósvífni sína, þó að Kristur hafi þverbatinað styrjaldir og vígaferli.
Þær böðlunnm lána sinn kristmunk og klerk
að krossa yfir löghelguð morðin.
I>að gera kirkjurnar, hver í sínu horni. Kirkjan daðrar á sama
hátt við gullkongana, þessa, sem ganga með steinrunnu andlitin.
Alþ/ðan blessar sína tjóngefendur. Og kirkjan blessar yfir þá,
meðan þeir eru í fullu fjöri. En þegar þeir leggjast banaleguna,
lífseigir og þvernauðugir að kveðja heiminn, þá breiðir hún messu-
klæði yfir þá, svo að þeir fái hægt andlát.
„Svona eru helguð bæði borðin.“
Díkónissa segir um föður sinn :
„Afbrot hans er innrætt venja,
uppeldi og kenslublinda11.
Hún veit að hún getur ekki breytt hugsunarhætti hans, þótt hún
legði sig alla fram til þess. En hún getur gert annað: varið nokk-
urum hluta eigna hans til líknar bágstöddum vesalingum, og þó
veit hún að lítil not verða að þeirri hjálp; það mundi vera þvílíkt,
sem skvett væri úr vatnsfötu á eyðimörk. Hún grær ekki held-
ur en áður, þó að það só gert. Hún segir um sjálfa sig, þessi
auðmannsdóttir, að hún só:
glopran sú, er fleygir pyngjum,
mölur og ryð i roknasjóði,
sóunin í daladyngjum.
Henni er sama um þessar mauradyngjur. Hitt er henni harmur,
að líknarstarfsemi sjálfrar hennar er árangurslaust og vonlaust
verk. Borgabölið minkar ekki. Skáldið segir þa með raunabrosi:
Síðan þetta varð mér vissa,
hvað þú átt til brunns að bera:
reynslusviða í sál þér inni —
heilagt krossmark hygg eg vera
hringaglys á hendi þinni.
Það er vonleysið í augum hennar, sem ræður niðurlagi kvæðisins:
Upp úr þagnarlöngu Ijóði
logar titt i huga minum,
veslings, veslings viljinn góði,
vonleysið i augum þinum.
Það er vonleysið, ttm viðreisn almennings, sem skáldið les / augum
Díkónissu. Alþyðan á alls enga viðreisnarvon, meðan hún leggr.r
sjálfa sig undir okið og hniprar sig saman í skjóli auðk/finga og
yfirdrotna. Eti auðurinn magnast og margfaldast, þar sem múgur-