Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 55

Skírnir - 01.01.1912, Page 55
Lifsskoðun Stepháns G. Stephánssonar. 55 inn er máttlaus og úrræðalaus, til sjálfsdáða. Þessi mannfélags- skipun er gildra, sem almenningur gengur í, „launsnaran i lokabandi11, segir skáldiÖ. Díkónissa ber sviða í sál sinni og vonleysi í augum. Sviða hennar og sálarkvöl leggur fyrir brjóst skáldsins og brennir það um hjartað. Kvæðið um Díkónissu er þrungið af ádeiluartda Stepháns, sem hann hefir magnað móti mannfólagsskipun og kirkju, og grípur hann þó í þá strengi oft og víða á öðrum stöðum. Skoðanir hans ■eiga sér ítök víða og koma þær fram í ymsum kvæðum, sem virð- ast, eftir fyrirsögnum sínum, óskyld ádeiluefnum. Nú er að minnast á ráðin, sem hann kveður um, eða drepur á, til þess að efla manngildið og reisa alþýðuna á fætur. Þess er áður getið, hvað Stephán kallar sannleik: lífið í framför. — Hann nefrtir trúna sjaldan, og þegar hann nefnir ■hana, getur hann um hana eins og jarðneska tilfinningu. Hagnaðslaust að vilja vel, verður hreinust trúin, •segir Stephán. Það er trúarjátning hans. Hann telur guðfræðina gamla og úrelta kreddu. Breytnin rfð- ur allan baggamuninn og innræti maunsins. Munnurinn mælir af gnægð hjartans, og limirnir dansa eftir höfðinu. Ef störfin eru drengileg, þá eru innviðirnir góðir. Hann metur manninn eftir því, sem hann vinnur mikið til gagns af drengskaparstörfum: Ef þig fýsir fúlksins að farsæld nokkuð hlynna, legðu hraðast hiind á það, heitust hæn er vinna. Hann á ekki við það, að maðurinn vinni eitthvert dægradvalar föndurverk. Hann á við hitt: að neyta kraftanna af alefli, til gagnsmuna og sigurs góðu málefni: Manndóm hæfir loft og láð lífvænt, snævi hlandið; þar sem æfist itrust dáð, er manns gæfulandið. Hann segir ennfremur: (ieta svörð á grjóti fest graslaus hörð með eikum, lif og jörð þeim blessast hest hætt i örðugleikum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.