Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 58

Skírnir - 01.01.1912, Page 58
.88 Lifsskoðun Stepháns G. Stephánssonar. Ef endÍ8tu að plægja, þú akurland fær, ef uppgefstu: nafnlausa gröf. Höfundurinn segir, að iðjulaust fésafn só fúi í mannfélagsmeiðn- 'Um. Honum er þungt niðri fyrir og honum synist hann horfa niður í hyld/pi eymdar og örbirgðar, þegar hann hugsar um fá- ;tæktina: Og þá sé eg opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst, sem fúinn i lifandi trjám; en hugstola mannfjöldans vitund og vild er vilt um og stjórnað af fám. t>essi lui er dauði og drep og eitraður ormur, sem nagar neðan lífs- tréð og etur það upp. Sú hugmynd kemur fram í goðafræði Norð- urlanda, þar sem talað er um ask Yggdrasils, og fræðimenn halda að þýði lífsmeiðinn. Hann tekur limum til himins, en rótum í undirdjúp. Eg gat þess, að kærleikur Stephúns til vinnunnar væri honum trúarbragðaígildi. Þetta er ekki kristindómur; því að Kristur vildi ekki að borin væri erfiðisáhyggja fyrir morgundeginum, Þetta er miklu fremur Zóróasters trúbrögð. Hann lagði mikla áher/.lu á jarðrækt og iðjusemi. Það skiftir nú litlu máli, hvaða nafni þessi kenning heitir. Hitt er aðalatriðið, að hún er góðrar náttúru. Steph- án leggur alla áherzluna á manngildið. 011 lífsskoðun hans stefnir að því marki. Hann yrkir kvæði um Kristj og er það um umbóta- manninn og kenningu h a n s. Það er ekki bygt á spádómum nó helgisögnum og er óbkt öllum jólasálmum, en þó er það jólakvæði, ■og mikill sannleikur í því og skáldskapur, og fögur lífsskoðun. Svo litil frétt var fæðing hans i fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, ium aldur hans ei nokkur veit. Hann alla sina fræðslu fekk 4 fátæklingsins skólahekk. En sveit hans veitti sina gjöf, þar sérhver hæð var spámanns Þar hirtist verkavitrun hans, sem vitjar sérhvers göfugs manns. það kall: að hefja land og lýð og lækna mein 4 sinni tið. Hann sá að eigin elskan hlind var aldarfarsins stærsta synd og þyngst 4 afl og anda hans var okið lagt af bróður hans, •Og skálda, er höfðu hegnt og kent, Sem grimd og lymsku lengst til ver en heimska lýðsins grýtt og hrent; að láta aðra þjóna sér, þar feður hjuggu hold og bein, som aldrei sér að auðna þin en hlóðu synir bautastein. er allra heill og sin og min.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.