Skírnir - 01.01.1912, Side 60
60
Lífsskoðun Stepháns G. Stephánssonar.
Um bersvæði þúsund, nm þúsundir ára,
lét þúsundum frækorna sáð þín bára.
Hann rennur fram hjá bóndabænum og ræktar landið í flóðvöxtum
sínum.
Þá barstu út akarn um hrjóstur og heiðar,
sem hefir nú orðið að laufguðum meiðnm.
Grösin þekja moldina á láglendinu og skógurinn, en lyngið flóttar
sig um fjallsbrúnina og klæðir fjallið að ofau.
Lífsskoðun Stepháns verður jafnan klökk í máli, þegar föður-
landið ber á góma. Eg tek til dremis kvreðið um ,Patrek frænda'.
Hann var írletidingur að ætterni, en fluttist vestur um haf og
nam sór þar land og bjó til elli.
Stephán kallar Patrek f r æ n d a, ef eg skil liann rótt, af því
að Patrekur lifir við sviplík æfikjör sem sjálfur höfundurinn: er
ættjarðarlaus í raun og veru, og börn hans eru að hverfa út í
hringiðu hafsins — þjóðahafsins. írinn segir meðal annars:
Eg þekki hvað seinna vor híður,
er gæfuna höfum vér æfilangt elt,
sem undan í flæmingi ríður.
En hvar helzt i veröld sem vonbrigði hlóð
sér valköst, er Irlandi margtekið blóð.
Hór munar um einn staf aðeins. Ef þarna stæði s fyrir r, þá væri
það um Island og það væri satt engu stður en hitt, svo oft hefir
Fjallkonunni blætt nærri því til ólífis á æfi sinni.
En Irinn elskar þessa blóðteknu beinagrind, ættjörðina. Hann
segir þetta :
En okið er léttast á írlandi þó,
og ailsbysið bitur þar sljóast.
Þó vouunum hnignaði, befir nú samt
mín heimfýsn með aldrinnm þróast.
Eg bjóst við að flytja heim erlendan arð
í önd, eða hönd, þegar kveðja það varð.
En þegar það brást, fyrir börnunum samt
eg bjóst við sú heill mundi liggja;
sem konungur Davið eg efnið dró að,
sem úr skyldi sonurinn byggja.
En ættjörð min fær hvorki fé eða son,
nú féll hún í dag þessi síðasta von.