Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 68
68
Ritfregnir.
fyrir henni, sem hann samdi að bið góðra sagnritara (t. d. Snorra),
í því skyni að gera grein fyrir œtlunarverki sínu og heimildum.
Safnandi vorrar Sturlungu hefur haft fyrir sór annað styttra safn
frá hendi Sturlu, er hafði inni að halda þetta þrent: 1. Ættartölur,
2. Sturlusönu (hvorttveggja eftir eldri höfunda) og 3. íslendinga
sögu (eftir Sturlu sjálfan). A milli 2 og 3 rak safnandiun sig á
formála Sturlu. Hann rótar honum ekki úr stað, en breytir hon-
um meira eða minna eftir geðþótta sínum. Þetta sóst best
á þvl, að heimildirnar, sem formálinn tilgreinir, eru ein-
mitt þær heimildir, sem Sturla hlytur að hafa haft fyrir sér, er
hann samdi Isl.s., en aðrar ekki. Enda verður nú formálinn allur
auðskilinn, eins og hann liggur fyrir, og þá fyrst og fremst deilu-
greinin sæla. Hún fellur eins og flís við brot milli þess, er á und-
an fer og á eftir kemur. Hún bindur enda á upptalningu Sturlu á
þeim ritum, er skráð höfðu verið fyrir hans daga um atburði sam-
tíða þeim, er safn hans (Sturlus. og Isl.s.) átti um að fjalla. Sturla
byrjaði eðlilega á að gera grein fyrir, hvað þegar hefði 'verið fært
í letur af öðrum um það tímabil, sem hann ætlaði sér að lysa. I
því efni skifti um eftir dauða Brands biskups. Fyrir þann tíma
þurfti Sturla frá fáu að segja (— enda er Isl.s. hans fram að því
næstum eingöngu ættarsaga þeirra Sturlunga), en úr því víkkaði
verkaviðið, vegna þess að sögur eldri höfunda náðu fáar lengra;
saga hans verður úr því saga alls landsins. I næsta kafla formál-
ans tilgreindi hann svo, við hvaða heimildir hann ætlaöi að styðjast
við samning sögu sinnar (þ. e. fróðra manna frásagnir, bróf og vit-
neskju af eigin syn). — Því næst sýnir höf., hversu vel þessi efnis-
þráður í formála Sturlu kemur heim við rit hans, eins og það var
áður en safnandi Sturlunguskaut inn í það þáttum úr öðrum ritum.
Aðalniðurstöðuatriðin af rannsókn höf. eru þá þessi: Formál-
inn er saminn upp úr formála Sturlu fyrir ísl.s., hefur enn að
geyma meginatriði hans og sýnir, hvernig Sturla lagði niður fyrir
sór verkefni sitt. Af deilugreininni (»Flestar allar sögur« o. s. frv.)
verður ekkert ráðið um aldur þeirra sagnarita, sem hljóða um at-
burði sögualdarinnar svonefndu. Hún lýtur eingöngu að samtíðar-
sögum Sturlungusafnsins.
Yonandi er »formála«-dei!an þar með á enda kljáð.
Síðari ritgerðin hljóðar um Gunnlaugssögu. Sú saga
hefur til þessa verið talin meðal hinna elstu og áreiðanlegustu ís-
lendingasagna. Hún komi ágætlega heim við aðrar sögur, só í fullu
samræmi við tímatal Ara og rituð á frábærlega snjöllu máli og af