Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 71
Ritfregnir.
71
(Tuðinumlur Finnbogason: Den syinpatiske Forstaaelse.
Köbenhavn og Kristiania 1911 (Gyldendal).
Ágúst Bjarnason: Jean-Marie (Guyau. En Fremstilling
og en Kritik af hans Filosofi. Köbenhavn og Kristiania
1911 (Gyldendal).
Þjóðverjinn Herrmann furðaði sig á því í viðtali við síra Matt-
hías, að jafnbráðgáfuð þjóð og Islendingar hefðu ekki eignast svo
mikið sem einn heimspeking. Skáldið svaraði, að íslenzk tunga
væri lítt n/tilegt heimspekimál, og virðist hafa gefið henni sök á
þessari fátækt okkar. Hitt mun þó sönnu nær, sem dr. Helgi
Pjeturs hefir tekið fram hór í tímaritinu, í ritgerð um Brynjólf á
Minna-Núpi, að fóleysi valdi hór mestu um. Vór eigum enga efna-
menn — eða höfum ekki átt til þesBa —, er hafi getað helgað
listum eða vísindum æfi sína og afl, og höfum ekki haft ráð á að
styrkja gáfumenn vora meira en svo, að þeir hafa að eins getað
varið örlitlu af tíma sínum til svo háleitra starfa. En þá er mest-
ur hluti kraftanna fer í vinnu fyrir fæðu og fjölskyldu, hvort sem
það er heyskapur eða sjóróðrar, kenslustrit eða skrifstofustörf,
auðnast mönnum ekki að hugsa sér djúpsettar né frumlegar hugs-
anir. Þeim svipar stundum að sumu leyti til stórbæjavatnsins í miklum
sumarhitum. Það verður að renna lengi úr vatnspípunum, áður
en kalt og svalandi vatnið kemur úr þeim. Eins skýtur beztu
hugsunum og sýnum — þeim sem ráða gátur og bregða upp ljósi
í einhverju myrkraskoti mannlegrar þekkingar — stundum ekki
upp úr djúpum hugans, fyr en fjöldi minni hugsana er kominn
þaðan á undan þeim.
En nú tekur að rofa til hjá oss. Háskóli Islands er settur á
stofn. Um leið hafa íslenzkum vísindum hlotnast þau hlunnindi,
að nú e i g a fáeinir Islendingar að verja öllum starfskröft.um sín-
um í þarfir þeirra og þágu. Þótt öll stofnun háskólans gerðist
með atburðum, er voru þingi og stjórn til lítillar sæmdar, má ekki
gleyma þessu. Og það ætti að vita á gott, að það hefir gerzt
samtímis og stofuun háskólans að tveir Islendingar í fyrsta sinn í
sögu landsins semja vísindalegar heimspekiritgerðir og hljóta
doktorsnafnbót fyrir.
Eflaust leikur mörgum Islendingi forvitni á að sjá þennan
frumvísi íslenzkrar heimspeki. Mörgum þykir víst merkilegt, að
báðir doktorarnir hafa kosið sér samúðina að rannsóknarefni. Hún
er undiraldan undir öllum hugsunum og skáldadraumum hins