Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 74

Skírnir - 01.01.1912, Page 74
74 Ritfregnir. Ályktun. Flestir hafa víst veitt því eftirtekt, hve erfitt er að stilla sig um að hlæja, er vér sjáum aðra gera það. Menn fara að brosa, er þeir sjá myndir af hlæjandi fólki. Þá er vór sjáum syfjaða tnenn geispa, hættir oss við sama. Ef einhver byrjar að hósta, sem sjá má í kirkjum og samkvæmum, taka aðrir það eftir honum. Það bar eitt sinn við í leikhúsi í Moskva, þá er fræg leikkona lék þar brjóstveikan mann og fór að hósta, að margir áhorfenda fengu hóstakviðu, sem líbtist hósta hennar. Svipaðra tilhneiginga verður vart hjá d/runum. Hanar fara að gala, óðara og þeir heyra hana- gal í fjarska. Alt þetta eru ósjálfráðar eftirlíkingar. Þessu næst er að rann- saka, með hverjum hætti þær gerist. Eðlisfræði og Hfeðlisfræði veita oss lítinn fróðleik í þessu efni. Yór verðum því að gæta að, hvað gerist í vitund vorri, er vór líkjum eitthvað eftir, en það er erfitt að rannsaka ósjálfráðar eftirlíkingar. Oðru máli er að gegna um þær stælingar, er oss eru sjálfráðar, er vér gerum af ásettu ráði, »vitandi vits«. Þar er alt ljósara, skýrara, og er þvi' róttast að byrja rannsóknina á þeim. En hvað er eftirlíking, stæling? Þá er eg svara brosi með brosi, getur það gerst á tvo vegu. Eg get brosað, eins og eg á að mór að brosa. Brosið getur líka sniðið sig eftir brosinu, er eg sá og olli því. Þegar slíkt á sór stað, má kalla það eftirlíking — annars ekki. Sjálfráð stæling reynir að framleiða það, er vór heyrð- um eða sáum, eins og það kom oss fyrir sjónir. Athugum, hvernig vór berum fram útlend orð, er talfærum vorum veitir erfitt að fást við. Slíkt er sjálfráð eftirlíking. Við hlustum á framburð kennarans eins vel og við getum, biðjum hann að endurtaka orðið. Vór heyrum þá framburðinn betur en áður, en fullskýr verður hann oss, svo fremi sem vór getum kveðið rétt að orðinu sjálfu. Það er eins og þeger vór sáum d-einkennin gleggra, er vór stældum það — sama lögmál ríkir í báðum dæmum. Sama tilhneiging virðist stýra oss, þá er ósjálfráðar eftirlíkingar eiga í hlut. Barnið ber málið fram, eins og tíðkast í sveitinni, þar sem það elst upp. Hóstinn í leikhúsinu rússneska líktist hósta leikkonunnar, sem olli honum, sem fyr getur. Það er og merkilegt, að í mörgum málum eru orð, sem merkja kringlótt, töluð með meira eða minna hringdregnum vörum. Þetta má ekki skilja svo, sem því, er vór tökum eftir öðrum, svipi alt af til þess, er það var stæling á. Margt varnar því, t. d. vaninn. En slíkt sannar ekki, að vór höfum ekki tilhneiging til að framleiða ytri áhrif með eigindum þeirra og einkennum. Hjóna-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.