Skírnir - 01.01.1912, Page 75
Ritfregnir.
75
fivipur á rót sína að rekja til þessarar stælihvatar. <»M a n w i r d
d a s, w a s man s i e h t« (mennirnir verða eins og það, Bem þeir
sjá), segir þyzkt skáld.
En nú drepa nýjar spurningar á dyr. A hverju þekkjum vér
hugarástönd manna í látæði þeirra og fasi, limaburði, svipbrigðum,
andlitsfalli, í stuttu máli, hið innra á hinu ytra? Reynslan kennir
barninu, hvað það eigi í vændum, þá er móðir þess brosir við því,
ef hún er vön að gefa því sætindi um leið. I þessu dæmi er brosið
merki væntanlegra athafna. Af þessu sóst, að svipur getur þýtt
hluti og atburði, er reynslan sýnir, að eru honum samfara. Þetta
má kalla efnisþýðing. En nú er angistaróp, t. d., ekki einungis
boði geigvænlegra atburða. Það fræðir oss líka um hugarástand
þess, er rekur það upp, að hann só hræddur. Vór heyrum hræðsl-
una í hljóðinu og sjáum gleðina í brosinu. Ef eg horfi á einhvern.
sem eg sé ánægjuna í andlitinu á og heyri í honum kætina á hlátri
hans, er ánægja mín öðruvísi, eu þegar eg gleðst af einhverju, sem
mór kemur einum við. Darwin spurði barn að, hvað væri að vera
í góðu skapi, >>Hlæja, skrafa, kyssast«, svaraði barnið, og hann bætir
við, að betri skilgreining á því sé torfundin. En öllum hláturtilbreyt-
ingum eru ánægjubrigði samfara. Sáskilur þessi skapbrigði be/.t, er'fær
bezt stælt líkamshreyfingar þær, sem þau hafa í för með sér. Vór virð-
umst skilja hugarástönd manna að sama skapi, sem oss tekst að líkja
eftirþeim.líktog d-ið varð oss skýrara, ei vór stældum það, ogframburð-
ur útlenda orðsins Ijósari, er oss heppnaðist að herma hann eftir.
En nú verður að gæta þess, að skynjanir vorar á umheiminum
og öll afstaða gagnvart honum fer að nokkru eftir hugarástandi
voru og hugmyndum af honum. Sumir hafa t.d. viðbjóð á hrossaketi.
En þeir borða það með beztu list, ef þeir hafa ekki hugboð um,að það er
hros8aket. Það er í rauninni ekki ketið sjálft, er kl/gjunni veldur, held-
ur hugmyndin, sem því er tengd. Af þessu sóst, að það er sitt-
hvað, áhrif hlutanna sjálfra á oss, og áhrif þau, er stafa frá hug-
myndum, sem bundnar eru við þá. Og skapferli vort og hugar-
ástand hefir áhrif á skynjanir vorar, ræður miklu um, hvernig um-
hverfið og fyrirbrigði þess koma oss fyrir sjónir. »Sömu hlutir og
atburðir koma oss misjafnlega fyrir sjónir, eftir því hvernig á oss
liggur, eins og sama landslag sýnist oss mismunandi, eftir því,
hvernig birtuna ber á það«, segir Höffding prófessor. Alls konar
ömurlegar myndir, bæði af sjúkdómum og fátækt, myrkrum og
óveðrum, sækja á draumþing þunglyndra manna. En þá er kæti
og lífsgleði gagntaka oss, svífa myndir af vorgrænum blómum, sól
og sumri fyrir hugskotssjónum vorum. Alt sýnir þetta, að stell-