Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 85

Skírnir - 01.01.1912, Page 85
Útleiular fréttir. 85 landinu verði stjórnað samkvæmt fyrirskipunum þeim, er hann gefi þar um, þangað til endanlegar ákvarðanir verði settar um stjórn þar á löglegan hátt. Þessi boðskapur var hátíðlega lesinn upp í Trípólis 7. nóvember af Caneva yfirhershöfðingja. En Tyrkjastjórn taldi þá þennan boðskap fjarstæðu, með því þeir héldu enn uppi vörnum fyrir landið með vopn í hóndum og játuðu enn enga upp- gjöf á því fyrir ítölum. Síðan'hefir alt gengið þar í sama þófinu, og er stríðinu ólokið enn. Fregnirnar segja, að Italir hafi ætlað að taka af Tyrkjum eitthvað af eyjum þeirra við Asíustrendur og þröngva kosti þeirra á fleiri hátt heima fyrir, en því aftri stórveldin. Aftur á móti hafa þau ekki viljað taka fram fyrir hendur Itala í Trípólis, þótt Tyrkir hafi æskt þess. Er þó ófriðurinn alment talinn yfirgangur og ofbeldisverk frá ítala hálfu gegn Tyrkjum. Sjálfsagt má telja, að Italir haldi yfirráðum yfir Trípólis. En meðal Tyrkja og Araba rikir nú svo ákaft hatur á þeim, að langir tímar verða án efa að líða til þess að yfir það grói. Horgarastyrjöld í Mexikó. Það hefir gerst þar í ár, að Porfiríó Diaz forseta hefir verið steypt frá völduin. Hann befir verið forseti lyðveldisins Mexikó samfleytt frá 1884 og má heita að hann hafi ríkt þar sem einvaldur væri. Mesti merkismaður hefir hann verið alla æfi og hefir komið stórum umbótum á í landinu. En harðskiftinn hefir hann þótt við þá, sem móti honum hafa rÍ8Íð. Þegar um forsetakosningar hefir verið að tefla, hefir hann oft varpað helztu mótstöðumönnum sínum í fangelsi og geymt þá þar, þangað til öllu var lokið. Auðvitað hefir slíkt einræði vakið sterka mótstöðu. En þá mótstöðu hefir forsetanum jafnan tekist að bæla niðor, þar til nú í ár. Uppreisn var gerð í Mexiko seint á síðastliðnu ári með því markmiði, að fella forsetann frá völdum, og varð úr borgarastyrjóld, sem stóð fram á síðastliðið sumar. Uppreisnarmannaforinginn heitir Francisko Madeiró, nierkur stjórnmálamaður. Uppreisnarmenn sögðu sig undan stjórnarforráðum Diazar forseta, kusu Madeiró í hans stað og kölluðu hann rótt kjörinn forseta lvðveldisins. Upp- reisnarmenn höfðu hersveitir á sínu bandi og urðu oft orustur milli þeirra og stjórnarhersins, og veitti ýmsum betur. Svo ískyggileg var þessi borgarastyrjöld orðin, að Bandaríkjastjórnin setti her í hreyfingu síðastliðið vor til þess að stilla til friðar í Mexikó, ef á þyrfti að halda, og hólt þeim her suður að landamærunum. En

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.