Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 3
3
II.
Um rétt félagsmanna.
2. gr.
J>eir sem ganga í félagið, karlar eða konur, skýra forseta frá
því, og greiða tillag um leið. Tillag er annaðhvort tvær kr. á ári
hverju, eða 25 kr. í eitt skifti fyrir öll.
3- gr-
Félagar eiga rétt á atkvæði um mál félagsins eftir lögum
þessum; svo njóta þeir og þess, að fá ókeypis tímarit það, er
félagið gefr út; svo fá þeir og aðgöngu að heyra fyrirlestra þá,
er haldnir kunna að verða.
4- gr.
Félagsmenn, er ekki greiða tillög sín á ákveðnum tíma,
mega vænta þess, að þeir fyrir þá sök verði gerðir rækir úr fé-
iagi eftir ákvörðun ársfundar.
III.
Um stjérn félagsins.
5- gr.
Embættismenn félagsins eru formaðr, skrifari og féhirðir, og
tveir endrskoðunarmenn. Varaformaðr, varaskrifari og varaféhirð-
ir, sem gegna í forföllum.
Formaðr stjórnar framkvæmdum félagsins með 6 kosnum full-
trúum.
Embættismenn skal kjósa á aðalfundi félagsins, annaðhvort ár,
annan dag ágústmánaðar, til tveggja ára, enn fulltrúa í sama mund
til fjögra ára, og fer ávalt helmingr þeirra frá annaðhvort ár.
Skal því fyrsta sinn kjósa 6 fulltrúa; af þeim fer helmingr frá árið
1881 eftir hlutfalli, enn síðan framhaldast reglulegar kosningar til
fjögra ára á helming fulltrúa í stað þeirra, er frá fara. Millibils-
kosningar mega fram fara á ársfundum, eða aukafundum, ef brýna
nauðsyn ber til þess, og má þá eigi kjósamenn tillengra tíma enn
sá átti að gegna, er úr gekk.
6. gr.
Aðsetr félagsins er í Reykjavík, og heldr það ársfund sinn
2. dag ágústmánaðar ár hvert, á þjóðhátíðardegi vorum.
I*