Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 37
37
verða allir að játa, sem eru nógfu kunnugir og óvilhalt vilja um
dœma, að þessi orðatiltœki Sturl. eiga miklu ver við Lögberg enn
hinn staðinn, þar sem það er meir enn ioo faðma langr hraungeiri
og mest 10 faðma breiðr, hvass í annan endann, enn örmjór í hinn,
þar hefði verið tekið einhvern veginn öðruvís til orða, enda er
það nær í fult suðr af Völlunum suðr á Lögberg eða Lögbergs-
sporð. þ*að er miklu líklegra, að þeir hefði heldr hörfað með dóm-
inn úr mannijöldanum á Völlunum austnorðr á hraunið í Byrgisbúð,
heldr enn suðr á Lögberg, þvíað þangað var miklu torsóttara og
hœgra að verja þeim þá leið. þ>ar sést og hvergi móta fyrirvirk-
isgarðinum, ekki svo mikið sem einum steini. Ekki verðr það heldr
varið, að því bregðr nokkuð undarliga við, að Flosi skyldi tjalda
þessa víggirtu Byrgisbúð einmitt eftir þessi illvirki, brennuna, enn
áðr er einungis talað um hans búð. Njáls saga tekr þannig til orða
k. 13674, bl. 731.: „Flosi hafði látit tjalda Byrgisbúð, áðr hann riði
til þings, enn Austfirðingar riðu til sinna búða“. Hér virðist mér
sagan benda til einhvers aðskilnaðar millum Flosa og Austfirðinga,
nfl. að hann hafi orðið eftir í Byrgisbúð með flokk sinn, enn þeir
riðið niðr á Völluna og til búða sinna. f>ess skal getið hér, að þó
að ekkert sæist votta fyrir búð á Byrgisbúðarrimanum, þótt rifinn
væri af mosinn, þá er það ekkert óeðlilegt, því að eg hygg, að
þessi Byrgisbúð Flosa hafi einungis verið búð til bráðabirgða
fyrir Flosa, meðan á málunum stóð, og að búðin hafi einungis verið
tjaldbúð í það sinn; menn gátu t. d. myndað eins konar veggi af
farangri sínum og húðfötum, eins og tíðkast enn í dag, að menn
hlaða farangri sínum i kringum tjöld; eg hygg því, að Flosi hafi
hvorki tjaldað þessa búð fyr né siðar. Enn þegar Flosi kom á þingið
i fyrra sinn á undan Brennumálunum eftir víg Höskuldar Hvíta-
nessgoða, þá segir Njálssaga, k. 11 gt, bl. 604: „Flosi var þá kom-
inn á þing ok skipaði alla búð sína“. Hér kemst sagan öðruvis
að orði; mér finst undarlegt, að hún skuli ekki eins á þessum stað
nefna Byrgisbúð; hvað þurfti meira við á seinni staðnum í sögunni,
enn að segja, að Flosi hefði riðið til búðar sinnar, eins og segir hér
á fyrra staðnum? Eg get ekki séð, hvers vegna búðin er á þess-
um stað nefnd Byrgisbúð, enn á fyrra staðnum ekki, hefði alt ver-
ið sama búðin; það átti þó vissulega betr við að nefna nafnið á
búð hans fyrst, þegar hann kom á þing og tjaldaði búð sína og
hans er getið á þingi.
jþað er tómr misskilníngr að halda, að höfðingjar á 10. og 11.
öld hafi verið að sœkjast eftir víggirtum búðum á alþingi, einmitt
á blómaöld þjóðveldisins, þegar menn báru alment mesta virðing
fyrir lögunum og flestir og mestir lagamenn vóru uppi (sbr. Dr.
V. Finsen „Om de Islandske Love i Fristatstiden, Kh. 3873 bl.
246.—7.“ og víðar). Virðingarleysi fyrir lögunum átti sér ítt stað