Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 82
82
fornsögum vorum, það eg man til, að menn hafi búið til blóðmör;
á einum stað ertalað um mörbjúga (sjá Kormakss., Kh. 1832, 34,).
Menn hafa eigi notað blóðið í fornöld, og benda sögurnar víða á það.
Peningr, einkannlega yxn, var almennt höggvinn, og þá hefir blóðið
heldr eigi verið etið í blótveizlum. Egilssaga, Rvk. 1856, bl. 74—
75, talar um at höggva yxn: „f>at var um haustit einhvern dagat
Borg, at Skallagrímr lét reka heim yxn, mjök marga, er hann
ætlaði til iiögg'S- Hann lét leiða tvá yxn saman undir húsvegg
ok leiða á víxl. Hann tók hellustein vel mikinn ok skaut niðr
undir hálsana. Síðan gekk hann til með exina konungsnaut ok hjó
yxnina báða í senn, svá at höfuðið tók af hvárumtveggja“. Síð-
ar í sögunni, bl. 2i829, segir: „þorsteinn lét leiða til búðar Egils
þrjá yxn, ok lét höggva til þingveizlu“. í Fms. 6, 95,6 segir f>or-
kell dyrðill við Magnús konung Olafsson hinn góða: „Nú vildi ek,
at þér gengið til, ef yðr þœtti gaman, at höggva yxn eða hafra,
er slátra þarf til veizlunnar11. í Arons sögu Hjörleifssonar er og
talað um að höggvayxn (sjá Byskupas. 1, Ó2o9, Aronss. 1. k.; Sturl.
1878, II 313). Af þessum stöðum er það ljóst, að blóðið var eigi
hirt, þvíað það var eigi hœgt, þar sem peningrinn var höggvinn.
Hafi nú blóðið alls eigi verið hirt, eins og ljóst er af þessu, þá er
sama að segja um það, þó að fylgt hefði verið þeim sið við hofin
að sœfa peninginn. þ>eim peningi, sem slátrað var til blótanna,
hefir verið slátrað úti umhverfis hofið; það var því nauðsynlegt að
hafa einn stað fyrir alt það blóð, sem eigi var haft til hlautanna,
og þessi staðr var blótkeldan, að því er eg ætla.
Eg verð að álíta, að sagan kveði þar mjög að orði, er hún
segir, að blóð það alt skyldi láta í hlautbollann, sem af því fé verði,
er þar sé slátrað. í stórum blótveizlum, t. d. 1 Norvegi á Hlöðum
í höfuðhofinu þar, sem eg skal tala um síðar, hafa eflaust verið svo
þúsundum manna skifti; það hefir því þurft að slátra miklum fjölda
dýra, og er það með öllu óhugsanda, að alt það blóð hafi verið
látið í hlautbolla í einu hofi; enda hefir blóðið eigi verið geymt,
heldr nýtt blóð haft til hverrar veizlu. Hefði alt blóð fórnardýr-
anna verið borið í hofið og geymt í hlautbollanum, þá hefði hann
hlotið að vera ákaflega stórt ker eða fat, enn nafnið bolli bendir
einmitt á, að blótbollinn hefir einungis verið lítið ker, sem stóð á
stallanum. Eg get eigi skilið sögurnar neinstaðar þannig, að þær
tali um marga hlautbolla í einu hofi; þær tala um bolla í eintölu.
þ>ar að auki var það, að ef svo mikið blóð hefði verið látið í eitt
ílát, enda þótt fleiri væri, þá hefði þegar eftir jafnvel einn sólar-
hring slegið ýldu í það, þegar hitar vóru og það inni í húsi, þar
sem eldar vóru gervir, eins og í hofunum tíðkaðist. Blótveizlurnar
hafa eflaust staðið yfir svo að dögum skifti, eins og yfir höfuð allar
veizlur í fornöld. A það bendir Olafs saga helga, Hkr., bls. 339, þvíað