Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 45
45
burt. f>að verðr ekki sannað, að nafnið Njálsbúð hafi fyrst komið
upp eftir þann tíma, að menn fóru að þekkja „Búðaskipun á þing-
velli, eins og hún var um 1700 (Katastasis)“. pví að sú búðaskip-
skipun er jafnvel mörgum ókunn þann dag 1 dag, nema af ritgjörð
og korti Sigurðar málara Guðmundssonar. Reyndar er Katastasis
prentuð í þ>jóðólfi 1851 Nr. 62, enn eg hefi vissar sagnir af því, að
nafnið Njálsbúð á þessum stað var þekt löngu fyrir þann tíma.
Björn (prestr) Pálsson, sem var prestr á fnngvelli frá 1828 til 1846,
þekti Njálsbúð og vísaði mönnum á hana, og er eðlilegast að ætla,
að hann hafi haft þá sögn eftir Páli föður sínum, sem þar var prestr
1780—1818. Eg veit eigi til, að Björn prestr nefndi aðrar búðir, enn
Njálsbúð og Snorrabúð, hvar þær hefði staðið, og er það næsta
undarlegt, að hann skyldi eigi nefna fleiri búðir, ef hann hefði þessa
skoðun sína úr Katastasis, þar sem í henni eru nefndar um 20 búðir.
Eg skal líka geta þess, að þegar eg kom fyrst á þingvöll
1858, var mér ekki sagt til annarra búða enn Njálsbúðar og Snorra-
búðar. Að öðru leyti skal eg láta hvern mann ráða meiningu sinni
um Njálsbúð ; enn þetta þykir mér líklegast.
Um Snorrabúð er hið sama að segja og um Njálsbúð, það er
til munnmælanna kemr, að þau hafa haldizt enn í dag; enn eins
og kunnugt er, ákveðr Njálssaga það skýrt, að hún sé uppi í skarð-
inu, sem riðið er ofan úr Almannagjá og niðr að ánni, þvíað það
var einmitt þetta skarð, sem þeir Flosi gátu komizt upp í Almanna-
gjá til að leita þar til vígis, og sem Snorri goði tókst á hendr
að verja. Snorri segir við þá Ásgrím í brennumálunum (sjáNjálss.
k. i39108> t>l. 751): „Enn ef ér verðit forviða, munuð ér láta slá
hingat til móts við oss, því at ek mun þá hafa fylkt liði mínu hér
fyri ok vera búinn að veita yðr, ennefhinn veg ferr, at þeir hrökkvi
fyri, þá er þat ætlan mín, at þeir muni ætla at renna til vígis í
Almannagjá. Enn ef þeir komaz þangat, þá fáið ér þá aldri sótta.
Mun ek á hendr takaz at fylkja þar fyrir liði mínu og verja þeim vígit.
enn ekki munu vér eptir ganga, hvárt sem þeir hörfa með ánni
norðr eða suðr“. Af þessu er það ljóst, að Snorrabúð var uppi í
skarðinu, sem var hinn eini vegr, sem hægt var að komast upp í
Almannagjá með flokk manna. Eg þykist viss um, að Snorrabúð
og Hlaðbúð sé sitt hvað. það er kunnugt, að bardaginn á alþingi
eftir brennumálin byrjaði við Lögréttuna, þvíað þar var fimtar-
dómrinn; hafa þeir Flosi svo flúið yfir í Öxarárhólma og þaðan yfir
ána og upp í skarðið, þvíað Njálss. segir k. i4589, bl. 810: „Flosi
hafði þat sagt sínum mönnum, at þeir skyldi leita til vígis í Al-
mannagjá, ef þeir yrði forviða, því at þar rnátti einum megin at
sœkja“..........nú brestr flótti í lið Flosa ok flýja þeir allir vestr
um Öxará, enn þeir Ásgrímr og Gissurr gengu eptir ok allr herrinn;
þeir Flosi hörfuðu neðan niilli Yirkishxiðar ok Iilaðhúðar.