Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 65
65
Rannsókn
á blóthúsinu að Þyrli og fleira i Hvalflrði og
um Kjalarnes.
Eftir
Sigurð Vigfússon,
1880.
EfTIR ályktun fornleifafélagsins fór eg af stað upp í Hvalfjörð
þriðjudaginn, 20. júlí. Eg fór fyrir framan Esju og út á Kjalarnes;
fyrst kom eg á Leiðröll, þar sem Kjalarnesþing hið forna fyrst á
að hafa sett verið, eftir því sem sögurnar benda á eða einkannlega
Kjalnesingasaga. Leiðvöllr er spottakorn út frá Mógilsá undir kleif-
unum við sjóinn skamt út með Kollafirði að norðan. það er breið
grjóteyri, er gengr út í sjóinn, og sem malarkambr að framan. Langs
fyrir ofan eyrina liggr síki; þar upp af að austanverðu er lítil gras-
eyri, sem nú heitir kirkjuflötr; á henni sjást litlar leifar af lítilli
tótt og þó mjög óglögt. þetta eru öll þau mannvirki, sem hér
sjást nú, og leitaði eg þó vandlega bæði um eyrina og svo í brekk-
unni upp af, sem víða er grasi vaxin. og sá engin mannvirki hvorug-
um megin við síkið. Hafi hið forna Kjalarnesþing verið sett hér
í öndverðu, hlýtr hér alt að vera orðið umbreytt; enda eru líkindi
til, að sjávargangr hafi umbreytt þessum stað. Hafi áðr verið jarð-
vegr yfir eyrinni, og með því að síkið eða tjörnin hafi eigi verið í
fornöld, enn grafið sig niðr síðar, þá er eigi ómögulegt að hugsa
sér, að þessi staðr hafi verið hafðr fyrir þingstað1.
1) Eg skal taka hér fram öll þau skýrteini, er sögur vorar fœra fyrir hin-
um forna þingstað Kjalnesinga. Kjalnesingasaga, Kh. 1847, bls. 404o, segir:
nþorgrímr (Helgason bjólu) lét setja vorþing áKjalarnesi suðr við sjóinn;
enn sér stað búðanna«. Eins og kunnugt er, er Kjalnesingasaga mjög ýkt
og eigi ein af vorum góðu sögum, enn sá kafli hennar, sem hljóðar um lýs-
ing á Kjalarnesshofinu og blótsiðum og að nokkru leyti um þingsetninguna,
virðist að vera tekinn úr fomri sögu, sem hér hafi verið byggt á, þvíað lýs-
ingin á hofinu er að mörgu lík því, sem Eyrbyggjasaga segir umhofið í þór-
nesi. Sömuleiðis ber Kjalnesingasögu saman við Melabók um Kjalamesshofið
og þingsetninguna: oþorsteinn Ingólfsson lét setja fyrstr manna þing á
Kjalamesi, áðr alþingi var sett, við ráð Helga Bjólu og Erlygs at Esjubergi
og annarra vitra manna« (Landn. Kb. 1843, bl. 336is>). Landn. Kh. 1843, bl.
38s, segir: »þeirra son (Ingólfs og Hallveigar) var þorsteinn, er þinglétsetja
á Kjalarnesi, áðr alþingi var sett«v Enn langmerkast er það, sem Ari fróði
segir um þingstað Kjalnesinga í íslendingabók, kap. 3, Landn. 1843, 61:
5