Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 104
104
2 faðma á dag af álnar breiðum og 2‘/2 álnar háum grjótgarði.
Verða það 120 teningsfet á dag. Ganga þá til hleðslunnar einnar
rúm 100 dagsverk. En við þetta verðr að leggja tafir við að viða
að grjóti. Reyndar þarf óviða að sœkja grjót langt að, enn samt
sem áðr þarf þó mikinn tíma til að ná því upp og einkum til að
leggja það upp i hendrnar á þeim, sem hlaða. Eins og áðr var
getið, eru sumar hellurnar afarstórar, og hefir það verið mikið verk,
að koma þeim upp á garðana, þegar þeir fóru að hækka, þar sem
þeir hafa sums staðar verið meira enn 1 x/2 mannhæð. þ>að mun
því varla of mikið í lagt, þó að menn gjöri allar þessar tafir jafn-
mikið verk og hleðsluna eða 100 dagsverk, og verðr þá alt mann-
virkið 200 dagsverk.
Eg hefi áðr tekið það fram, að enginn efi gæti á því leikið,
að þessir miklu grjótgarðar, sem hlaðnir eru á klettabrúnunum, sé
víggirðingar. í>etta sést ljóslega á því, að merki sjást til hleðslu
alls staðar, þar sem hœgt er að komast upp, enn hvergi, þar sem
hamrarnir eru þvergníptir af náttunni. Auk þess eru garðarnir
víða þannig hlaðnir, að auðséð er, að þeir hafa átt að varna mönn-
um upp að neðan, enn eigi að verja mönnum eða skepnum niðr af
virkinu, þvíað hleðslan er allvíða — einkum að norðan og austan —
hlaðin ofan með klettabrúninni til þess að gjöra hana þvergnípta,
enn nær þá lítið eða ekki upp fyrir klettabrúnina sjálfa; með þessu
móti verðr örðugt að komast upp, enn ef garðarnir hefði átt að
varna lifandi skepnum ofan, þá hefði garðarnir eflaust verið hlaðnir
uppi á klettabrúninni sjálfri. Eg get þessa af því, að eg hefi heyrt
merkan mann geta þess til, að garðarnir mundu, ef til vill, vera
varnargarðar fyrir sauðfé, sem haft hefði verið uppi á virkinu, og
má bœta því við, að mjög virðist óþægilegt aðstöðu fyrir fé uppi
á virkinu, og líka örðugt, að koma skepnum þar upp.
þ>að virðist enn fremr mega fullyrða, að virkið hafi aldrei ver-
ið haft til vetrarsetu, þvíað uppi á virkinu er mjög stórviðrasamt,
og tóttarveggirnir inni í virkinu, sem virkismenn sjálfsagt hafa bú-
ið í, svo skjóllausir, að óhugsanda er, að menn hafi getað sofið í
þeim náttlangt í grimdarfrosti, hversu harðgjörvir sem menn ímynda
sér að forfeðr vorir hafi verið. Nú sem stendr má víða sjá í gegn
um veggina, og þó að þeir hafi verið nokkuð skjólbetri, þegar þeir
vóru nýhlaðnir, enn þeir eru nú, þá má þó geta nærri, að blásið
hefir og jafnvel fent inn í gegnum þessa veggi, þar sem hvorki
hefir verið neitt lím né torf milli steina. f>að er auðvitað, að þeir,
sem vörðust í virkinu, hafa hlotið að hafa vörðu úti allt í kring um
virkið nótt og dag, til þess að geta verið öruggir gegn árásum;
enn það virðist mjög ólíklegt, að nokkrir menskir menn hafi þol-
að að standa úti alla nóttina í grimdarfrosti og blindbyl, sem ávalt
má búast við á vetrardag, einkum þar sem svo hátt ber á. Eg