Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 12
grjót er eigi að rœða, er lagt gæti verið í nokkra vissa röð, ne'ma
sums staðar hryggr af smágrjóti undir hringröndinni yztu; þessi
grjóthfyggr kom í ljós í tveimr af hinum nefndu skurðum, enda
Hka, enn óljósara, í hinum þriðja, þar sem þeir skera umrönd (peri-
feríu) hringsins, og fyrir líkum grjóthrygg vottar bili innar itveimr
skurðanna, og gæti sá hryggr hugsaztað liggja undir öðrum hring
innan í hinum, er hefði styttra spöl (radius); jafnvel innar kynni að
sýnast votta sums staðar fyrir gijóthrygg (hring ?). Önnur aðalástœða
fyrir því, að engin stórkóstleg fornbúð eða bygging hafi getað
staðið á Lögbergi í fornöld, er sú, að þvermál hringsins er, eins
og áðr er sagt, 60 fet, enn fyrir utan hringinn, bæði fyrir ofan og
neðan, er eggslétt flöt á sléttu bergi, og jarðvegr að eins 3—6
þumlungarað meðaltali. þannig er mannvirkið glögglega takmark-
að að stœrð, og lögunin er eins og áðr er sagt og nákvæmlega
mæld nokkurn veginn glögg hringmynduð upphækkun með litilli
tótt innan í og með frá 3—1 álnar þykkum jarðvegi; hlýtr það því
að vera ljóst, hvé ólíkt þetta hringlagaða mannvirki er búðum þeim,
er eg gróf upp á þ>ingvelli. Enn hins végar getr engum dulizt, að
þessi þykkva upphækkun á jarðvegslitlu bergi er bersýnilegt mann-
virki, enda fanst þar hlutr úr járni 1*/2 alin í jörðu niðri. Járn
þetta er að lengd nær tveim þumlungum, flatt, með víðu gati í
öðrum enda, enn á hinum endanum er tigulmyndaðr spaði. J»ess
skal getið, að moldin í tóttinni að innan var svo föst, að efldr maðr
gat trauðlega stungið beittum stálstaf lengra enn ]/a alin niðr, enn
moldin í hringnum var miklu lausari fyrir. Tóttin hefir öll þau einkenni,
að hún sé síðar bygð og standi ekki í sambandi við hringinn, þar
sem hún ekki er bygð í miðju (centrum) hans, og hefir yfir höfuð öll
önnur einkenni enn hann. Botninn á Lögbergi undir mannvirkinu sýnist
veralægstr í miðjunni; kemr það mest af þvl, að barmrinn að vestan
hefr sig upp og hallar inn að. Neðan til í miðri þessari upphækkun
hér um bil eina alin 18—12 þumlunga frá berginu, eftir því sem
bergið er slétt eða óslétt, sést móta fyrir þunnu svörtu plöntulagi.
Ofan á því er ljós vottr um ösku og líka viðarkol, einkanlega á
einum stað, enda víðar; plöntulagið svarta má rekja víðast hvar.
Af þessu er það ljóst, að þessi upphækkun á Lögbergi eðamann-
virki skiftist í tvö tímabil, hið yngra og hið eldra, því eldra lagið, sem
undir er, hefir verið orðið plöntu-og grasi-vaxið, þegar tóttin og meiri
upphækkun var gjörð ; gæti mannvirkið líka hafa tekið fleiri breyt-
ingum síðar. Tóttin er liklega lítil búðartótt frá seinni tímum (?),
og Lögréttan siðan verið höfð þar, eins og munnmælin benda á,
að Lögberg hefir stundum verið kallað Lögréttuspöng á seinni
tímum. Stœrðin á tóttinni er lík því, sem Lögréttan var á síðustu
tímum fyrir vestan ána niðr undan hleðslunni á gjábarminum, því-
að hún sést þar glögt innan í gamalli búð miðri, sem i munnmæl-