Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 8
8
Rannsókn
á hinum forna alþingisstað íslendinga,
og fleira, sem þar að lýtr,
eftir ^
Sigurð Vigfússon,
1880.
I.
Aiþingisstaðr hinn forni.
FlMTUDAGINN 27. maí 1880 fór eg austr á þingvöll að fyrir-
lagi fornleifafélagsins.
Föstudaginn 28. s. m. hafði eg til að skoða staðinn, og at-
hugaði fyrst hraunið upp með Flosagjá, sér í lagi hraunrima þann,
er Byrgisbúð á að hafa staðið á. þannig er þar háttað, að Flosa-
gjá klofnar þar í tvent; er á milli hraunriminn; að framanverðu,
þar sem hann myndar oddann á milli gjánna, er hann sléttr á yíir-
borði og þakinn þykku mosalagi, en að ofanverðu er hann allr
með mishæðum og gjásprungum. Vestrgjáin gengr langt norðr í
hraunið lítið eitt til austrs, og nær þar fram undir veginn, sem að
austan liggr; enn á henni er haft litlu fyrir norðan oddann nokkurra
faðmabreitt, og sjást á því augljós merki fyrir grjóthleðslu, og eru
það auðsjáanlega mannaverk, þótt nú sé mjög úr lagi gengið. Sjá
„Alþingisstaðinn á þingvelli“ (kortið), sem hér fylgir.
Um kveldið mældi eg Lögberg, og með mér prestrinn á
þingvelli, sira Jens Pálsson, og var það á þenna hátt:
1. Breidd Lögbergis rétt fyrir norðan Lögsögumannshól . 70 fet.
2. Breidd Lögbergis rétt fyrir sunnan Lögsögumannshól . 75 —
3. Breidd um miðjan hringinn eða mannvirkið, sem þar er 65 —
4. Breidd 28 fetum fyrir sunnan hringinn................46 —
5. Frá rönd hringsins að norðan og Lögsögumannshóls-
rótunum að sunnan eru.................................51 —
6. jþvermál hringsins langsetis á I.ögbergi.............60 —
7. í stefnu þvert yfir Lögberg þvermál hringsins . . .53 —
8. Mælt þvermál mitt á milli hinnar fyrgreindu höfuðstefnu
á tvo vegu,— á báða...................................61 —