Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 36
36
f»eim Flosa gat reyndar komið til hugar, að þeir Ásgrímr
myndi ríða að Lögbergssporðinum syðra, stíga þar af hestum sín-
um og leita til uppgöngu, enn það var þó eigi árennilegt til aðsókn-
ar, að eiga að sœkja upp þau klungr, sem þar eru, og svo mjótt
millum gjánna, að örfáir menn gátu varið uppgönguna og stór flokkr
manna þar inni fyrir til varnar. þeir Ásgrímr gátu líka riðið fyrir
framan opið á Brennugjá og komizt þannig yfir í móana á móti
Lögsögumannshól, enn þangað áttu þeir heldr ekkert erindi, því-
að gjáin er á milli, sem fyr segir; enn sagan nefnir eigi nokkuð
slíkt, að þeir hafi gjört neina þess konar tilraun, heldr þvert á móti,
að peir Asgrímr gjörðust eigi til pess. Hér við bœtist og, að á Lög-
bergi hefir eigi getað staðið nein forn goðabúð, bygð úr torfi og
grjóti, eins og eg hygg að sannazt hafi við raonsóknina í sumar á
Lögbergi (sbr. bl. n—12).
Goðabúðir þurftu að vera ákaflega stórar, þar sem goðinn var
skyldr til að fá öllum sínum pingheyjöndum búðarrúm, efþeirkröfðu
þess (sbr. Grág. Kb. 23. k.).
það á og bezt við Byrgisbúðarrimann, er Sturl. segir I. bl.
26 í málum þ>orgils Oddasonar og Hafliða Mássonar, þegar þeir
gátu hvergi haldið dóminum fyrir ofríki. Fjórðungsdómarnir vóru,
eins og áðr segir, uppi á Völlunum neðri og skyldu allir senn út
fara; annars staðar gátu þeir heldr eigi verið þannig, að ganga
mætti að þeim á allar hliðar, eins og áðr er sagt. þ>að er á engu
bygt, að halda, að fjórðungsdómarnir hafi haft nokkurn ákveðinn
stað ár eftir ár, það kom einungis undir atkvæði lögsögumannsins,
sem áðr er sagt. það koma þrjú tilfelli fyrir í sögunum, að menn
neyddust til að setja dómana á þá staði, sem ekki varð komizt að.
í Hrafnkelssögu Freysgoða bls. 18J settu þeir dóminn á Lögberg
(„Var þar þá dómr settr“), þvíað eigi var gott að koma lögum
yfir Hrafnkel; hafði hann ætlað að hleypa upp dóminum; sagan
tekr það beinlínis fram: („ætlaði hann að hleypa upp dóminum
fyrir Sámi"). í Kristnisögu, k. 9, Bysk. I. 176 settu þeir dóminn á
Öxarárbrú, þvíað þeir gátu hvergi haldið honum fyrir vinsæld Hjalta
og vörðu vígi brúarsporðana. Eins var hér í Sturl.; þeir settu
dóminn niðr þrisvar, og mátti aldrei haldast. „Ok þá fœrðu þeir
dóminn austr á hraunit hjá Byrgisbúð; par gæta gjár prim megin,
en virkisgarðr einum meginu. Eg veit nú ekki, hvernig sögu-
ritarinn átti að geta komizt nákvæmara að orði til að heimfœra
þetta upp á þenna stað; hér eru þrjár gjár; tvær, sem ganga sín
hvorum megin við hraunrimann að sunnan, og þriðja áframhaldið
af Flosagjá fyrir norðan haftið, og virkisgarðrinn þar yfir, sem leif-
ar sjást af enn, eins og myndin á Alþingisstaðnum sýnir. Byrgis-
búðarriminn er hér um bil í austnorðr af Völlunum neðri. Að vísu
gat maðr sagt, að á Lögbergi gæti gjár þrem megin. Enn það