Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 114
Groðhóll.
Eftir
Árna Thorsteinson.
Framm í Önundaríjörð að norðanverðu gengr eyri, sem kölluð
er Flateyri, og er þar kaupstaðr, enn ofarlega á eyri þessari, ekki
mjög langt frá kaupstaðnum, er Goðhóll. Oll eyrin er flatlend, enn
blásin allvíða upp af flugsandi, sem hefir myndað smáhóla, er kall-
aðir eru „melborgir“, og geta menn þess til, að eyrin hafi fyrr
meir verið grasi vaxin grund, og ofarlega á henni hefir þá Goð-
hóll einn gnæft yfir alt, sem þar var nærlendis. Nú er hóllinn að
neðanverðu farinn að skerðast af sandfoki, sem grefr meira og
minna í kringum hann, enn það, sem nú er óblásið upp af honum,
er eftir skýrslu Sveinbjarnar Magnússonar í Skáleyjum, sem skoð-
aði hólinn eftir beiðni formanns fornleifafélagsins, þannig: Hóllinn
er hæstr austan til, um þrjár mannhæðir niðr að grundvelli, enn
smálækkar til vestrs. f>ar sem hann er hæstr eða austan til, mót-
ar fyrir rústum, með því að steinar standa sums staðar Upp úr jarð-
vegi hólsins, að líkindum úr gamalli hleðslu, sem, eftir því sem
næst verðr komizt, mun hafa verið hringmynduð, enn innan er
eins og að heldr dragi til lautar í hólinn. Mál Sveinbjarnar á
hólnum varð þannig: Lengd hólsins upp að hleðslunni um 50 fet,
hliðar hólsins upp á hrygginn 24 fet; hin hringmyndaða tótt, er
mótar fyrir, nálægt 30 fetum að þvermáli, enn hann álítr, að um
2/5 partar af tóttarbrotinu muni brotnir upp, þvíað þetta vanti á
þvermálið til þess að tóttin hefði verið kringlótt, og enn meira, ef
hún hefði verið sporöskjumynduð. Bæði brimbarið fjörugrjót og
fjallagrjót liggr hér og hvar, og hefir fallið ofan eftir hliðum hóls-
ins eða þaðan sem tóttin var, og ber það vott um, að húsið á hóln-
um eigi hafi verið alllítið.
Sveinbjörn gerði nokkrar tilraunir til að grafa utan í hólinn,
og mátti fljótt sjá merki þess, að húsið væri brent, af öskulagi
eins til tveggja feta á þykt, og var rétt kollhæð niðr frá grasrót
hólsins og þangað sem öskulagið þraut, enn þá kom sandlag um 6
þumlunga eða vel það, og þar undir þunt lag af móleitum leir eða
ösku, sem smámisti litinn, eftir því sem neðar kom í sandlagið þar
undir. Norðan fram í hólnum á botni öskulagsins fann Sveinbjörn
11 kljásteina, úr hinum gamla íslenzka vefstól, og vóru þeir allir á