Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 95
95
konungr gekk í hofið á Mœrinni, segir Heimskr. bl. 184^: „Ólafr
konungr gékk nú í hofit ok fáir menn með honum, ok fáir af
bóndum. En er konungr kom þar sem goðin váru, þá sat þar
f>órr, ok var mest tignaðr af öllum goðum, búinn með gulli ok silfri.
Ólafr konungr hóf upp refði gullbúit, er hann hafði í hendi, ok
laust þór, svá at hann féll af stallinum. Síðan hljópu at konungs-
menn ok skýfðu ofan öllum goðunum af stöllunum11. Eins er þetta
i Fms. 2, 44—45. Um Jómala, goð Bjarma, er talað í Heimskr.
bl. 3825: „Mælti þ»órir: í garði þessum er haugr, hrœrt alt sam-
an, gull ok silfr ok mold; skulu menn þar til ráða; en i garðinum
stendr goð Bjarma, er heitir Jómali; verði engi svá djarfr at hann
ræni...............J>órir veik aptr til Jómala ok tók silfrbolla, er
stóð í knjám honum; hann var fullr af silfrpenningum ; steypti hann
silfrinu í kilting sína, en dró á hönd sér höddu, er yfir var boll-
anum, gékk þá út til hliðsins;............Siðan rann Karli at Jó-
malanum, hann sá at digrt men var á hálsi honum. Karli reiddi
til öxina ok hjó í sundr tygilinn aptan á hálsinum, er menit var
fest við. Varð högg þat svá mikit, at höfuðit hraut af Jómala“.
í Fornaldarsögum 1, 298, er talað um ákaflega stóran tré-
mann, sem var goð, hann fanst á Sámseyju, og átti að hafa verið
blótaðr af Ragnarssonum. Fornaldars. 2, 63 segir frá hofinu í
Baldrshaga, og að skíðgarðr mikill hafi verið kring um það, og
að þar hafi verið mörg goð, enn þar var Baldr mest tignaðr. „f>ó
var af Baldr mest haldit“. Svo segir enn fremr, bl. 861( um þetta
sama hof: „Síðan gekk Friðþjófr inn, ok sá, at fátt fólk var í dís-
arsalnum, voru konungar þá at dísablóti, ok sátu at drykkju; eldr
var á gólfinu, ok sátu konur þeirra við eldinn ok bökuðu goðin,
en sumar smurðu ok þerðu með dúkum“................„sá hann (Frið-
þjófr) hringinn góða á hönd konu Helga, er hún bakaði Baldr við
eldinn“ .... „en Baldr féll út á eldinn“ . . . „lýstr nú eldjnum
í bæði goðin, en þau vóru áðr smurð, ok upp í ráfrit, svá at húsit
logaði“. Á þessum stað er talað um Baldrsdýrkunina, og at lík-
neski var af Baldri í hofinu, enn þar sem talað er um dísablót, og
salrinn kallaðr dísarsalr, þá er líklegt, að hin goðin hafi veriðkven-
kyns goð eða Dísir. J>ar sem talað er um að baka goðin við eld
og að smyrja þau, þá er líklegt, að það hafi átt að vera nokkurs
konar helgisiðr, enn ekki man eg til, að um slíkt sé talað nema á
þessum eina stað.
í Fornaldarsögum 3, 213 er og talað um Jómala Bjarma, með
ákaflega miklu skrauti, gullkórónu settri gimsteinum, dýrindismeni
og silfrbolla fullum af gulli. Að hugsuninni til er lýsing þessi lík
hinni fyrri, enn í henni eru svo miklar öfgar, að ekki verðr neitt
verulegt á henni bygt. Fleira því um líkt um hof og goð er í 3.
bindi af Fornaldarsögum, sem eg hirði eigi um að tilfœra.