Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 99
99
Borgarvirki.
Eftir
Björn Magnússon Ólsen.
Fáir ferðamenn munu hafa farið svo í björtu veðri um Húnavatns-
sýslu, að þeir eigi hafi tekið eftir Borgarvirki. Klettr þessi sést
svo víða að og er þar að auki svo einkennilegr, og merkilegr sök-
um fornmenja þeirra, sem þar eru, og sagna þeirra, sem um hann
eru sagðar, að hann hlýtr að draga til sín augu þeirra, sem um
veginn fara, enda fara fáir svo fram hjá, að þeir eigi fari upp á
klettinn, og er það vel tilvinnanda bæði vegna fornmenjanna og
sakir þess að mjög fagrt víðsýni er þar, þegar upp er komið. Sést
þar yfir mestalla Húnavatnssýslu, vestr um alla Holtavörðuheiði til
Tröllakirkju, og í suðri blasir Eiríksjökull við með hvítan skallann.
Miili Vestrhópsvatns að vestan og Víðidalsár að austan gengr ás
einn frá Hópinu suðr undir Faxalœk, er nefnist Borgarás, og stendr
Borgarvirki norðarlega á miðjum ás þessum1. Hækkar ásinn á alla
vegu upp undir virkið, og stendr það þar sem hæst ber á norð-
1) As þessi er girtr dalverpum á allar hliðar og stendr eigi í neinu sam-
bandi við Björg, sem svo eru kölluð, hvorki þau sem liggja fyrir norðan, eða
sunnan Vestrhópsvatn, og hefir aldrei verið talinn til þeirra. Nyrðri Björg-
in enda 1 tanga þeim, sem skerst suðr í Vestrhópsvatn norðanvert og
heitir Bjargatá. það er því eigi alveg rétt, sem segir hjá Kálund í »Bidrag
til en historisk-topografisk beskrivelse af Island, II. b., 16. bls.»
7