Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 78
78
og festígöt, sem eru á tveim hnúðum utanákerinu. Utanábumb-
unni á þrjár hliðar eru hringar mislitir hver innan í öðrum, með
upphleyptum rósum; innan í hverjum hring er skjaldmerki („vopn-
próf“). í skjaldmerkjunum er meðal annars franska liljan, og þar
af er auðséð, að kerið mun gjört í Frakklandi. Kerið er komið
að Botni vestan af Vestfjörðum. Ker þetta er mikið einkennilegt
og góðr gripr. Eg var í Botni lengi um daginn. Geir fóstbróðir
Harðar bjó í Neðra Botni, eins og sagan segir. par er mjög fallegt
frammi í dalnum og alt skógi vaxið; eg fór þaðan um kveldið kl. 7
og var á ferðinni um nóttina, og kom heim að morgni hins 2g.júH.
Eg skal hér geta hinna helztu örnefna í Hvalfirði, sem koma
við Harðarsögu og enn haldast. Næsti bœr íyrir utan J>yril heitir
Litli Sandr; þar fyrir utan Miðsandr, og þar niðr undan við sjó-
inn mun Svínasantlr vera, sem nefndr er í sögunni. Skamt fyrir
innan Litla Sand er Bláskeggsá, sem nefnd er í sögunni, og heitir
svo enn. Hún kemr þar fram úr gljúfrum miklum og rennr þar
niðr um eyrarnar og fram um sandana. Á sumrum er hún all-lítil,
enn í vexti getr hún orðið mikil og fellr þá í kvíslum, áðr enn hún
kemr í sjóinn, og er það því rétt orðað í sögunni, þar sem hún
nefnir árkvíslar. f>ar börðust þeir f>orvaldr bláskeggr og Sigurðr
Torfafóstri (sbr. bl. 96) og féllu þar alls 17 menn. Leitaði eg þar, ef
dysjar kynni að finnast, enda gjörði tilraun að grafa þar í einum
stað, enn það varð árangrslaust. Ut frá Sandi er enn kallaðr
Onundarhóll, eins og sagan nefnir, þar sem Onundr frá Brekku
lézt, er hann kom frá leiknum á Sandi við Hólmverja. Eg skal í
stuttu máli geta þess, að bæði bœir, sem nefndir eru í sögunni, og
önnur örnefni kringum Hvalfjörð haldast enn í dag. Eg skal ein-
ungis geta hér um örnefnið Illaðlianira, þeir eru inni i Botnsvog-
unum að vestanverðu, klettaberg, sem fer smálækkanda þar við
sjóinn, og fellr þar upp að um flóð. þ>etta örnefni er að þvi leyti
merkilegt, að Landn., bls. 4 78, segir, að þar hafi verið bygt haf-
skip, og Hlaðhamrar dragi nafn af þvi, að skipið var þar hlaðið,
og að í Botni hafi verið svo stór skógr, að skipið var gjörtafþeim
viði. „Maðr hét Avangr, írskr at kyni; hann bygði fyrst í Botni.
þar var þá svá stórr skógr, at hann gjörði þar af hafskip ok hlóð
þar sem mí heitir Hlaðhamarru. Skamt fyrir utan Hlaðhamra er
Kötlugróf þar í hlíðinni; fyrir utan miðja Mvílafjallshlíð heitir enn
í dag Kattarhöfði, sem nefndr er í sögunni; það er klettahöfði
eigi allmikill fram við fjöruna. f>ar á er þúfa ein eða dysmynd,
sem kölluð er Kattardys enn í dag, þar sem sagan segir að jpórðr
köttr hafi verið heygðr. Fleiri örnefni í Hvalfirði hirði eg eigi um
að telja upp, þótt þau sé lauslega nefnd í sögunni, yrði það hér of
langt mál, enda haldast þau enn við öll eða flest.