Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 43
43
Jórukleif er gamalt örnefni. Harðarsaga Grímkelssonar nefn-
ir hana á tveim stöðum og kveðr að skýrt, að hún sé á þessum
stað. J'egar Illugi rauði frá Hólmi á Akranesi fór til brullaupsins
suðr að Ölfusvatni bl. 3i8: „þeir fóru yfir fjörð til Kjalarness ok
fyrir norðan Mosfell oksvo upp hjá Vilborgarkeldu, þaðan til Jóru-
kleifar, ok svo til Hagavíkr, ok svo heim til Ölfusvatns“. J>etta
er sú einasta leið, sem farin verðr. J>egar Indriði fór frá Ölfus-
vatni og í Botn til að sœkja festarmey sína, segir bl. s815: „Indriði
lét þar (á Ölfusvatni) eftir lið sitt, enn fór við þriðja mann ok
sótti þ>orbjörgu heim í Botn; hann fór Jórukleif ok svo til Gríms-
staða ok þaðan Botnsheiði* 1 ok svo í Botn“. Ekki verðr ákveðið
með neinni vissu, hvar Grímsstaðir hafa verið, þar sem Grimr litli
bjó, faðir Geirs; sagan talar um það mjög óljóst bl. 13—14: „Grímr
keypti þá land suðr frá KLluftum, er hann kallaði á Grímsstöðum,
ok bjó þar síðan“. J>að er helzt að ráða af sögunum, að Grims-
staðir hafi verið einhvers staðar suðr frá Ármannsfelli á svæðinu
milli þess og Brúsastaða, enn það er þó, eins og áðr er sagt, ó-
ljóst orðað, að kalla það suðr frá Klyftum. Vestr frá Hrafnabjörg-
um sést votta fyrir gömlum bœjarrústum; þar vottar og fyrir
því, að tún hafi þar getað verið, og þar er gjóta eða hola, sem
lítr út fyrir að hafa verið brunnr. í Ármannssögu er talað um bœ
undir Hrafnabjörgum. J>að er kemr til ákvæðis sögunnar „suðr frá
Klyftum“, þá ætti það jafnvel betr við, að þetta væri hinir fornu
Grímsstaðir,2 enn þetta verðr ekki ákveðið.
J>essi eru fjöll, sem liggja næst umhverfis J>ingvöll að vestan
norðan og austan. Fyrir vestan J>ingvallarsveitina liggr langt fjall
og alllágt strandlengis, sem kallað er Kjölr eða Kilir; þar fyrir
norðan er fell toppmyndað, er Búrfell heitir, þá koma Súlur (Botn-
súlur); frá Jfingvelli að sjá líta þær út sem eitt fjall mikið um sig,
enn austnorðan frá klofna þær í marga tinda til að sjá. J>á kemr
Ármannsfell. Fyrir austan Hofmannaflöt heita Mjóufjöll; austr á
milli þeirra er Goðaskarð austr af Byskupsfleti, sem áðr er getið.
Gatfell heitir norðr af Biskupsfleti. J>á kemr Skjaldbreiðr baka til;
suðr þaðan heitir Tindaskagi, þar suðr frá heitir Tröllatindr, þá
koma Hrafnabjörg, klettafjall mikið bustmyndað; suðr frá Hrafna-
björgum heita Kálfstindar. Flosaskarð heitir fyrir sunnan Kálfs-
tinda millum og Reyðarbarms. Suðr frá Hrafnabjörgum nær J>ing-
1) Með Botnsheiði er hér meintr vegrinn upp úr Botnsdalnum og austr í
þingvallarsveit, enn eigi Botnsheiði, sem nú er kölluð og liggr vestr i Skorra-
dal. Smávegir á Bláskógaheiði hafa getað haft ýmisleg nöfn, eins og t. d.
Gagnheiði milli Armannsfells og Súlna, þó að fjallgarðrinn í heild sinni hafi
verið kallaðr Bláskógaheiði.
1) Kálund segir bl. 153 neðanmáls, að Arna Magnússonar Jarðabók nefni
Grímsstaði og að það sé sagt, að þeir hafi ei verið bygðir síðan í Svarta-
dauða, enn sjáist þó eitthvað fyrir rústum og túngarði.