Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 100
100
arlega á miðjum ásnum, og er á að líta að utan sem aflangr stand-
klettr úr stuðlabergi; snýr klettrinn eigi eftir höfuðáttum frá norðri
til suðrs, heldr veit norðrendinn talsvert til landnorðrs, enn suðr-
endinn til útsuðrs; hér munum vér þó eigi taka tillit til þessa, heldr
skoða svo, sem virkið sneri beint frá norðri til suðrs, þvíað við
það verðr lýsingin skilmerkilegri. Eigi veit eg, hversu hátt virkið
er yfir sjávarmál, enn ímynda mér, að það muni vera um 800 fet.
Klettrinn er eigi jafnhár alt í kring. Lægstr er hann að sunnan
og austan, enn hæstr að norðan og vestan. Er klettrinn þar niðr að
urð á að gizka 7 mannhæðir, Eggert Ólafsson segir 1 o mannhæðir í
ferðabók sinni (II. b., 736. bls.), enn það mun of hátt. Að sunnan-
verðu hefir frá alda öðli verið skarð í klettinn og hœgt uppgöngu;
að austanverðu er annað skarð, og má þar ganga upp i kvos eða
dœld, sem er ofan í virkið og eigi sést fyrr enn upp er komið. fessi
kvos er sporöskjulöguð og hömrum girt á alla vegu, nema gegn
austri, þar sem skarðið er, og verðr því klettrinn eða virkið, sem
um dœldina liggr, eins og skeifa í lögun. Dœldin er stór um sig
og nær víst yfir alt að því þriðjung af flatarmáli klettsins alls. Að
vestan og útnorðan er virkið brattast; eru þar engin skörð í berg-
ið, heldr alt saman þvergníptir klettar úr stuðlabergi fimmstrendu.
Að norðanverðu er virkið hæst yfir sjávarmál, og hafa verið hlaðn-
ar 3 vörður í minnum þeirra manna, sem nú lifa, þar sem hæst ber
á, enn eigi eru hamrarnir brattir að því skapi að norðanverðu, því-
að þar eru stallar í bergið, eins og náttúran hefði gjört þar rið til
uppgöngu. Að austanverðu eru hamrarnir nokkurn veginn þver-
gníptir alt suðr undir skarðið að austan; fyrir sunnan þetta skarð
taka aftr við þvergníptir klettar, og hefir þar nýlega verið hlaðin
varða uppi á klettabrúninni, enn þá fer bergið að beygja vestr á
við og verðr þá lægra og lægra, þangað til kemr að skarðinu að
sunnanverðu, er fyrr var lýst. Fyrir vestan skarð þetta gengr kletta-
snös ein eða tangi til útsuðrs. Er þessi oddi eigi mjög brattr þeim
megin sem að skarðinu veit, enn þar sem brúnin á honum beygir
aftr norðr á við að vestanverðu, verðr bergið aftr þvergnípt-
ara og brattara, þvíað þar byrjar vestrhlið klettsins, og er hún
öll þvergnípt, sem fyrr var getið. Lengdin á öllum klettinum frá
(út)suðri til (land)norðrs er 417 fet, þar sem hann er lengstr, enn
breiddin er mest 250 fet frá (suð)austri til (norð)vestrs. Uppi er
nokkurn veginn slétt alt í kringum dœldina, enn þó hallar víða of-
an á klettabrúnirnar, einkum að norðan og sunnan. Allr er klettr-
inn að ofan þakinn grjóthellum og vex þar varla neitt annað enn
mosi. Botninn í dœldinni er líkr yfirborði klettsins, sem í kring
um hana er, nema þar er, ef til vill, enn þá grýttara og víða ilt að-
stöðu vegna urðar, sem fallið hefir úr lclettunum í kring um dœld-
ina. Klettar þessir eru misháir, enn að meðaltali má segja, að