Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 77
77 nota mennina það, sem eftir var dagsins, fór eg fram í J>yrilsnes og gróf í Geirsdys, sem áðr er nefnd. Á henni eru auðsjáanleg mannaverk, eins og eg gat um áðr. Eg gróf þar gröf niðr 4 ál. á lengd og 2 á breidd og 2 ál. á dýpt alt niðr í slétta berghellu, hreinsaði þar vandlega, og hugði að öllu, enn fann þar engan hlut og engin veruleg kennimerki. Undir steinalögunum var alt mold. Einungis fann eg svarta rák í moldinni á einum stað, sem var 7 þuml. frá berghellunni, sem, að því er mér virtist, var gamalt plöntu- lag. Mannvirki þetta er, eins og áðr er sagt, mikið ummáls, eink- annlega á lengdina. Má vera, að eg haíi eigi hitt á, þótt þar kynni eitthvað að vera í, þvíað eg vildi eigi kosta til að grafa það alt upp, með því líka að hér myndi eigi vera til mikils að vinna, því- að Hólmverjar hafa sjálfsagt verið skoðaðir sem aðrir ránsmenn, og því eigi jarðaðir með vopnum eða neinum merkum munum. í Hvalfirði heyrði eg ýmsar sagnir um leiði Harðar, og jafnvel var mér vísað á það sunnan til við Harðarhæð; enn þar var svo ólíkt því, að þar væri nokkrar fornmannadysjar, að mér datt eigi í hug að kosta þar til nokkurri rannsókn. Einungis frétti eg síðar, að kona ein gömul í Melasveit ætti að vitá, hvar Harðardys væri. Hefi eg oftar enn einu sinni lagt drögur fyrir, að fá skýrslu frá henni um það, enn enga fengið. Annars leitaði eg þar um nes- ið, þar sem mér datt í hug, og er viss um, að þar eru engin glögg kennimerki. 28. júlí laukegvið teikningar mínar um morguninn, og glögg- vaði mig á ýmsu, og fór af stað frá f>yrli kl. 1 e. m. og inn að Neðra Botni, þvíað eg hafði heyrt, að þar væri einhverjar forn- menjar. J>ar var einnig í vegg einn af þessum bollasteinum, sem á og að hafa verið blótsteinn; gróf eg hann úr veggnum og tók mynd af honum, enn sem eigi er prentuð; hann er 15 þuml. að ofan á hvern veg, hér um bil ferskeyttr; brotið úr einu horninu. Bollinn er og því nær ferskeyttr, 4 þuml. á hvern veg og eins á dýpt. Eg skal að sinni láta það ósagt, hvað allir þessir bollastein- ar eru, sem kallaðir eru blótsteinar. £>ess konar þarf að sannast betr, enn gjört hefir verið enn sem komið er, að þeir hafi eigi verið brúkaðir til annars. Slíkir steinar þyrfti að finnast í hoftótt, til þess að nokkur veruleg sönnun yrði fœrð fyrir þeim, enn, eins og áðr er sagt, er þyrilssteinninn einn hinn líklegasti af þeim, sem eg hefi séð. þ>essi steinn í Neðra Botni á að vera fluttr sunnan úr Selðbrekku, sem kölluð er þar suðr við ána. í Botni keypti eg nokkra gamla hluti fyrir forngripasafnið, þar á meðal var einn gamall hlutr merkilegr, gamalt vígsluvatnsker úr leir. það er 212 ára gamalt; ártalið stendr áþví í þrem stöðum. Kerið er nær því hnöttótt með hálsi upp af, og hefir verið á því lok, sem nú vant- ar; handarhaldið er og af því; hefir það upprunalega verið úr tini
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.