Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 54
54
ekki ákveðið; þær geta verið frá ýmsum tímum. Elztu glertölur
eru ákaflega gamlar. þannig hafa fundizt glertölur frá fíronze-
öldinni, og raftölur jafnvel frá steinöldinni1. Um gler og glertölur
frá þeim tíma er talað meðal annars í „Fr. Winkel-Horn: Mennesket
i den forhistoriske Tid, Khavn 1872, bls. 32023. Að gjöra „mosaic“
tölur eða innleggja gler þektu Fornegiptar hér um bil 2000 árum
f. Kr., og gjörðu þær af svo mikilli list, að nýjari tíma frœðimenn
undrast slíkan verknað. Um þetta er farið mörgum orðum í bók
Sir J. Gardner Wilkinsons: A popular Account of the ancient
Egyptians. London 1871, Vol II. bls. 60—63.
5. Bjalla úr bronze. Eg get ekki gefið þessum hlut annað
nafn að svo stöddu. Hún er 1 þuml. á hæð og 10—11 línur að
þvermáli að neðan, og alveg eins og klukka í lögun, nema hún er
sexstrend að utan upp eftir, og laufaskurðr að neðan í röndina, og
þar fyrir ofan umhverfis röð af smáhringum, og er punktr innan
í hverjum hring. þ»á er önnur röð yfir hana miðja; þessir smáhring-
ar eru eitt af því fyrsta, er menn höfðu til að skreyta með ýmsa
hluti, og var mjög viðhaft á bronzeöldinni, og finst bæði á bronze-
kerum, gullkerum og fleiru frá þeim tíma. Hringarnir eru þá oft-
ast 2 eða 3 hver innan i öðrum, og svo punktr innan í. Á þess-
ari bjöllu er að ofan eins og hald með litlu gati í gegnum; að inn-
an uppi í kverkinni er járn ryðgað, rétt eins og þar hefði hangið
kólfrinn í. Hún er steypt, enn þó þunn, og er nokkuð beygluð
á einni hliðinni, svo hún nú er aflöng, sem liklega hefir verið, áðr
enn hún var látin í jörðina, enn ekki verið upprunalega. Með engu
móti verðr sagt með vissu, til hvers þessi hlutr hefir verið hafðr,
þar eð eg hefi engan hlut séð frá heiðni þessum líkan, það eg man,
hvorki á söfnum erlendis, né á neinum myndum af fornum hlutum.
Enn eins mætti til geta, að maðr þessi hefði verið kristinn eða
primsigndr, sem nokkrir vóru hér í heiðni, og þetta hafi verið
symbolum (tákn) upp á það. Enn það er vist, að þetta hefir verið
uppáhaldshlutr mannsins, fyrst það er látið fylgja honum i jörðina,
og líklega hefir hún verið borin um hálsinn. Hákon konungr Að-
alsteinsfóstri var t. d. jarðaðr að heiðnum sið, þó að hann væri
kristinn. J>etta kynni að sannast, ef fleiri þess konar hlutir fyndist.
1) það er miklu hœgra að nefna Bronzeöld og steinöld, enn að gjöra sér
nokkra rétta hugmynd um þautímabil; þannig vita menn, að járnið er fund-
ið nær því 1000 árum f. Kr., þvíaðHesíod (900 árum f. Kr.) getr um járn-
ið ; enn það hefir þó ekki orðið almennt í Norðrevrópu fyrr enn nokkru
eftir Krists daga. þar fyrir framan liggr bronzeöldin, sem skiftist í tvö tíma-
bil, hið fyrra og hið síðara, enn fyrir framan þetta alt er steinöldin, sem
einnig skiftist í tvo afarlanga kafla. þessi er sú skifting, sem fornfrœðingar á
Norðrlöndum hafa viðtekið, enn aðrir halda, að járnið sé miklu eldra ;4 enn
hér skal eg eigi fara lengra út í þetta efni.