Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 85
85
Hér er það tekið fram, að menn fluttu að blótveizlum föng
þau er hafa þurfti til veizlunnar, þ. e. hver einstakr maðr lagði til
sinn hluta bæði í húsbúnaði, gripum og drykk; hér segir og, að
eldar skyldu vera á miðju gólfi í hofinu og þar katlar yfir, og skyldi
full of eld bera; þetta hefir því verið alveg eins og í veizlum, sem
haldnar vóru í skálum. það lítr og út fyrir, að slátrið hafi og verið
soðið í hofinu, þar sem talað er um katlana. Um fullin er svo ná-
kvæmlega talað, að það þarf engrar skýringar við. Veizla Sigurð-
ar jarls var mjög stórkostleg, og er það tekið fram um höfðing-
skap hans, að hann lagði einn alt til, sem til veizlunnar þurfti, svo
að enginn maðr þurfti að flytja neitt með sér, eins og annars var
siðr til. Blótveizlur á íslandi vóru mjög líkar. því, sem verið hefir
í Norvegi, eins og hér að framan er sýnt, blótsiðirnir hafa verið
allir hinir sömu að öðru leyti enn því, að veizlurnar í Norvegi hafa
verið margfalt stórkostlegri. Að menn fluttu föng sín til blótveizlna
og annað, sem hafa þurfti, sést og af blótum þ>rœnda inni á Mær-
inni, sem talað er um i Olafs sögu helga (sjá Heimskringlu, bl.
[myni of bægjask við [vés valdi4? þvíat [fens fúrrögnir5 fagnar Vægja
kind.6 Gramr vá til menja.7
1) = þangat. 2) eskifat, tréílát; afspringr, afkvæmi, það sem kemr af
eða frá; eskifats afspringr, það sem kemr úr (geymt er í) tréiláti, öl.
Menn þurfa eigi að flytja þangað með sér ílát eða vistir, til þess að fœra
hinum örláta manni og leggja það á borð með sér. — 3) þessi orð virðast líta
til sögunnar um þjatsa jötun í Snorra Eddu, Kh. 1848, 1, 210—212 ; Kh
1875, 72. bls., þar sem sagt er frá, hversu Æsir kveyktu í fiðri þjatsa, er
hann hafði brugðizt í arnarham, og drápu hann. — 4) vé, helgistaðr, hof;
vés valdr, sá er hefir vald yfir eða ræðr fyrir hofi, hofstjóri, Sigurðr Hlaða-
jarl. — 5) fens fúr, Ægis eldr, sævar eldr, gull; Bögnir, Óðins heiti; fens
fúr-Bögnir, gulls Óðinn, gulls eigandi, maðr, höfðingi. — 6) Vœgir (sbr. Bygir)
sýnast vera íbúar Vdga; Vœgja kind, Vægja afkvæmi, Vágamenn, Háleygir.
— 7) þessi orð virðast líta til einhverrar fornsögu um Gram, son Hálfdan-
ar gamla (sbr. SE., Kh. 1848, 1, 516; Kh. 1875, 173s). Vega til menja,
berjast til fjár.
þessa vísu má bera saman við 13. vísu 1 Háttatali Snorra Sturlusonar.
Báðar vísurnar eru hjástceldar, þ. e. hafa stál, eða einstaka, lausa setning,
að efni ósamfasta við aðra hluta vísunnar, hjá hinum hluta vísuhelmings-
ins, það er í niðrlagi hans, enn eigi innan í honum. Hér eru þessi stál
setningarnar : Véltu goð pjatsa og Vá Gramr til menja; í vísunni í Hátta-
tali: Stóð sœr of fjöllum og Skaut jörð ór geima. í skýringunni við vísuna
í Háttatali segir (SE. 1848, 1, 618; SE. 1875, 202ig) : »þetta köllum vér
hjástœlt. Hér er it fyrsta vísuorð ok annat ok þriðja sér um mál, ok hefir
þó þat mál eina samstöfun með fullu orði af hinu fjórða; enn þær fimm
samstöfur, er eftir fara, lúka heilu máli, og skal orðtak vera forn minni«.
þessi lýsing á hjástældri vísu kemr alveg heim við þá vísu í Hákonar sögu
góða, er hér er um að rœða. Fyrstu samstöfurnar í hinu fjórða vísuorði
hvors vísuhelmings heyra til hinu fyrirfaranda af vísuhelmingnum, nefni-
lega orðin fats og fens ; enn hinar síðustu fimm samstöfur í vísuhelmingunum
eru stál eða sérstakar setningar, og er efni þessara setninga forn minni
úr goðfrœði eða fornsögum.
J. p •