Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 73
73
skipanna. £>eir höfðu þijú skip og þar á meðal stóra ferju, þvíað,
eins og áðr er sagt, fellr sjórinn alt í kring upp að berginu, nema
í þessum eina stað við uppgönguna, enn eins og þar er nú, þá
verða skip eigi geymd þar, svo að örugg sé; til þess er fjörumál-
ið of lítið. Ut úr syðra endanum á hólminum að útsunnanverðu
gengr bergstallr eigi svo lítill fram úr berginu. þ>ar hefði, ef til
vill, mátt draga skip upp á með miklum mannafla, og þá með því
að hlaðið hefði verið upp fyrir framan, til að gjöra það tryggvara;
enn þetta sýnist þó lítt aðgengilegt, enn ella hafa þeir orðið að
draga skipin upp í bergið með taugum eða festum og láta þau
hanga þar, eða þá alveg upp á hólminn, enn það hefir heldr eigi
verið hœgðarleikr, enn einhvern veginn þannig hafa þeir þó farið
að þessu.
Sundið, sem Helga synti beint upp undir Þyril, hygg eg muni
vera hér um bil 11/2 ensk míla, eigi minna ; það er nú kallað Helg'U-
sund, og víkin við sjóinn, þar sem hún kom á land, heitir nú
Helguvík, beint niðr undan bœnum á þ>yrli. Helgllllóll heitir fyrir
utan víkina klettahöfði eigi all-lítill. Beint upp undan bœnum á
Byrli framan í þyrlinum er skarð eða stórkostleg gjá, sem enn
heitir Helguskarð. Upp eftir þeirri gjá fór Helga með sveinana.
Skarð þetta er næsta torvelt uppgöngu; þó hafa menn getað kom-
izt þar upp, enn nú á síðari tímum hefir klettr fallið niður á einum
stað, er sitr þar f gjánni, enn áðr enn hann féll, var hœgra að komast
þar upp. þ>yrilsnes er afarstórt nes, er gengr fram og suðrífjörð-
inn; að norðanverðu er það ákaflega sæbratt, enn hallar öllu suðr
óg austr af. Hér um bil á miðju nesinu er ákaflega stór hæð eða
kambr, sem nú er kölluð Harðarhæð, og það mun vera hún, sem
átt er við í sögunni, þar sem segir, að Hörðr hljóp til fjalls, og það
er víst, að Hörðr hefir fallið þar sunnan í hæðinni, eftir því sem
sagan segir. Framan til á nesinu að norðanverðu, þar sem það
fer mikið að lækka, er hér um bil standberg niðr í sjóinn; fram
úr nesinu sunnan til gengr tangi með klöpp fremst, sem enn er
kallaðr (Heirstangi, eins og hann er nefndr í sögunni, enn norðan
til við tangann, milli hans og bergsins, er sandvík hér um bil 20
faðma breið, og í þeirri vík hygg eg að Kjartan hafi lent með
Hólmverja, því að hún sést eigi frá hólminum, með því að bergið
skyggir á, og þar gat verið svo mikill mannfjöldi, sem vera vildi,
án þess að sjást úr hólminum eða fyrr enn komið var suðr með
berginu rétt að víkinni, og það er þar sem Geir hefir hlaupið fyrir
borð, þvíað sagan segir bl. ioi5 : „þ>eir voru mjök komnir atlandi;
hljóp Geirr þá fyrir borð á sund ok lagðist fram með berginu".
Af þessu sést, að þetta hefir verið í víkinni fyrir norðan Geirstanga,
enn eigi í víkinni fyrir sunnan hann, enn Geirstangi dregr nafn af
því, að lík Geirs rak þar á land, eins og sagan segir. Enn þegar