Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 51
51
og alt fellr eðlilega; enn að taka hana eina gilda sem nokkra
vissu, það vil eg eigi gjöra. Mér þykir næsta undarlegt, ef engar
sögusagnir hafa getað haldizt um þingvöll, þar sem lands-menn
þó kómu saman árlega frá 930, er alþingi var sett, til 1800, er al-
þingi var tekið af, þar sem þó fjöldi af örnefnum, og þeim sumum
eigi allþýðingarmiklum, út um landið, hefir geymzt í alþýðu minn-
um á íslandi frá fornöldinni og sem alveg ber saman við sögur
vorar. það er auðvitað, að slík örnefni hafa haldizt við í alþýðu-
minnum, enn alþýða eigi haft þau úr handritunum, þvíað þau hafa
vissulega verið fáum kunn, þvíað þótt lærðir menn skrifuðu upp
sögurnar, þá var meira bil á milli lærðra manna og alþýðu fyrr á
tímum enn nú, og alþýðumentun minni.
Eg skal geta þess, að Brennugjá á þingvelli nær nokkuð
lengra fram í hraunið, enn sýnt er á Alþingisstaðnum, enn eg hefi
látið það óbreytt, þvíað það hefir enga verulega þýðing, enn ýmsu
öðru smávegis hefi eg breytt, eftir því sem eg áleit betr við eiga,
t. d. uppi í skarðinu, þar sem Snorrabúð er, og svo einkannlega það
er kemr til búðaskipunarinnar. Annars er Alþingisstaðrinn á £>ing-
velli svo vel af hendi leystr af Birni Gunnlaugssyni, sem við er að
búast af slíkum manni. Eg skal einungis geta þess til frekari leið-
beiningar, að lína sú, er gengr suðr eftir botninum á Almannagjá
fyrir vestan ána nær því norðan frá efra fossi og langt suðr undir
neðra foss eða Drekkingarhyl, hefir orðið heldr feit í uppdrættinum,
svo að ókunnum kann að koma til hugar, að hún eigi að tákna veg,
enn hún á ekkert annað að tákna enn takmörk á grasi og grjóti
í gjánni. þ>að er með öllu óhugsanda, að þar hafi nokkurn tíma
vegr legið; það kann að vera, að gangandi maðr geti kóklazt þetta,
og þá með því að vaða niðr eftir Oxará á sumum stöðum, sem þó
er stórgrýtt víða og næsta óaðgengileg.
þ>að kann að vera réttara að geta þess, sem breytzt hefir í
prentuninni á Uppdrættinum af Almannagjá og Alþingisstaðnum
uppi á Völlunum neðri, sem er, að flatarmál Snorrabúðar sést líkt
og horft væri ofan yfir hana, ogþannig hefir líka mannvirkið fram
undan búðinni orðið of stórt og gengr of langt niðr eftir, enn á upp-
drætti mínum sést að eins framan á gaflinn á búðarrústinni, enn ekkert
ofan yfir hana, eins og gefr að skilja, þegar myndin er tekin frá
Lögbergi; enn í sjálfu sér er þetta svo lítilfjörlegt, að það stendr á
engu.
f>egar eg var á þingvelli í sumar og tók myndina, höfðu rign-
ingar gengið nokkurn tíma, svo að kveykja var í vötnum. f>egar
svo er, sést stundum vatn hér og þar í afrenslinu úr Brennugjá;
mynnið á Brennugjá byrjar nálægt hólnum, þar sem 17 standa á
móti á myndinni; þar fyrir neðan á ekki að sjást í vatn í gjánni
frá Lögbergi, heldr einungis í svarta gjána. Mönnum kann að
4*