Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 38
38 fyrr enn á Sturlungatíð; bardaginn á alþingi er hrein undantekn- ing, það mikla mál vildu menn þó reyna til að útkljá með lögum, enn eigi með vopnum fyrr enn í nauðirnar rak. Jafnvel í deilum þorgils og Hafliða 1120 var svo lítill vopnaburðr, að ein var stál- húfa á alþingi, eins og að orði er kveðið (sbr.. Landn., Kh. 1843, viðb. bl. 330.). Annaðhvort er nú að gjöra, að halda sér við lýs- ing þá, er í sögunum stendr, eða þá að hreyfa ekki við málinu, þar sem ekki er eftir öðru að fara; enn þegar nú um góðar sög- ur er að rœða og lýsing þeirra á vel við staðinn, hvað skyldi svo vera að, eða hver ástœða til að breyta á annan veg; eins og þeir gjöra? þetta um Byrgisbúð á að vísu heima í ritgjörð um Lög- berg, enn eg þurfti hér að gjöra grein fyrir því, þvíað eg hafði sett hana þannig á Alþingisstaðinn. Bláskögar og Bláskógaheiði. í fornöld hét Bláskógar þingvallarsveitin öll og niðr með þing- vallarvatni að vestan, sem þá hét Olfusvatn (Ölfossvatn). íslend- ingabók Kh. 1843, k. 3, bl. 6., segir: „En maþr hafþi secr orþit of þrælsmorþ eþa leysings, sá es land átti i Bldscógom............... en sá hét Colr, es myrþr vas; viþ hann es kend geá sú es þar es colloþ síþan Colsgeá,1 sem hræin fundusc; land þat varþ síþan alls- herjarfé, en þat lögþo landsmenn til alþingisnayzlo“. Landn. Kh. 1843, bl. 5815 segir: „Hans (Bjarnar gullbera) son var Grímkell goði í Bláskógum“, hann bjó, eins og 'kunnugt er, langt út með þing- vallarvatni að vestan á bœnum Ölfusvatni. Hún segir líka bl. 3i218 um Ketilbjörn hinn gamla, er hann var í landaleitan: „þeir höfðu náttból ok gerðu sér skála; þar heitir nú Skálabrekka“ og hand- 1) Enginn maðr hefir neitt getað sagt mér um Kolsgjá eða hvar hún myndi vera, það nafn er alveg týnt á þingvelli, og þar í kring eru svo margar gjár, að engum getum verðr um hana leitt. Kálund segir í Islands lýsing sinni I, bl. 95, að Arni Magnússon, er safnað hefir með hinni mestu nákvæmni í meir enn 40 ár upplýsingum um (íslendingabók Ara fróða, er vera skyldi til útleggingar þeirrar, er hann vann að frá 1688 og til dauða síns 1730, segi, »að sér hafi verið sagt, að Kolsgjá myndi vera sunnanvert við pláss það, sem Leirur kallast, norðr frá þingvelli«. Hann bœtir því við, að sér hafi sagt síra þorkell Arnason dómkirkjuprestr í Skálholti 1703—7, og líklega sonr Arna prófasts, prests á þingvelli 1677—1702 (sbr. Sv. Níels- sonar Prestatal IV. 17, sbr. IV. 14.). Síra þorkell hafði þessa sögu eftir fólki, er hafði heyrt síra Engilbert nefna þessa gjá þannig. Síra Engilbert Nikulásson var prestr á þingvelli 1617—-69. (sbr. Sv. Níelssonar Prestatal IV, 14.). Upp áLeirunum eru tvær gjár, sín hvorum megin, ogliggja upp og ofan, líkt og allar gjár í þingvallarsveit, hin vestri er einn armr út úr Almanna- gjá, hin að austanverðu er nokkuð stór gjá, og er vatn í henni á sumum sýöðum, hún er nú kölluð Leiragjá. Eg get eigi séð neitt á móti því, sem Árni Magnússon kveðst hafa heyrt, að þessi hin eystri gjá gæti verið sú hin gamla Kolsgjá og hún hefði heitið þannig neðan til og mætti þá kalla það sunnanvert við Leirana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.