Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 95
95 konungr gekk í hofið á Mœrinni, segir Heimskr. bl. 184^: „Ólafr konungr gékk nú í hofit ok fáir menn með honum, ok fáir af bóndum. En er konungr kom þar sem goðin váru, þá sat þar f>órr, ok var mest tignaðr af öllum goðum, búinn með gulli ok silfri. Ólafr konungr hóf upp refði gullbúit, er hann hafði í hendi, ok laust þór, svá at hann féll af stallinum. Síðan hljópu at konungs- menn ok skýfðu ofan öllum goðunum af stöllunum11. Eins er þetta i Fms. 2, 44—45. Um Jómala, goð Bjarma, er talað í Heimskr. bl. 3825: „Mælti þ»órir: í garði þessum er haugr, hrœrt alt sam- an, gull ok silfr ok mold; skulu menn þar til ráða; en i garðinum stendr goð Bjarma, er heitir Jómali; verði engi svá djarfr at hann ræni...............J>órir veik aptr til Jómala ok tók silfrbolla, er stóð í knjám honum; hann var fullr af silfrpenningum ; steypti hann silfrinu í kilting sína, en dró á hönd sér höddu, er yfir var boll- anum, gékk þá út til hliðsins;............Siðan rann Karli at Jó- malanum, hann sá at digrt men var á hálsi honum. Karli reiddi til öxina ok hjó í sundr tygilinn aptan á hálsinum, er menit var fest við. Varð högg þat svá mikit, at höfuðit hraut af Jómala“. í Fornaldarsögum 1, 298, er talað um ákaflega stóran tré- mann, sem var goð, hann fanst á Sámseyju, og átti að hafa verið blótaðr af Ragnarssonum. Fornaldars. 2, 63 segir frá hofinu í Baldrshaga, og að skíðgarðr mikill hafi verið kring um það, og að þar hafi verið mörg goð, enn þar var Baldr mest tignaðr. „f>ó var af Baldr mest haldit“. Svo segir enn fremr, bl. 861( um þetta sama hof: „Síðan gekk Friðþjófr inn, ok sá, at fátt fólk var í dís- arsalnum, voru konungar þá at dísablóti, ok sátu at drykkju; eldr var á gólfinu, ok sátu konur þeirra við eldinn ok bökuðu goðin, en sumar smurðu ok þerðu með dúkum“................„sá hann (Frið- þjófr) hringinn góða á hönd konu Helga, er hún bakaði Baldr við eldinn“ .... „en Baldr féll út á eldinn“ . . . „lýstr nú eldjnum í bæði goðin, en þau vóru áðr smurð, ok upp í ráfrit, svá at húsit logaði“. Á þessum stað er talað um Baldrsdýrkunina, og at lík- neski var af Baldri í hofinu, enn þar sem talað er um dísablót, og salrinn kallaðr dísarsalr, þá er líklegt, að hin goðin hafi veriðkven- kyns goð eða Dísir. J>ar sem talað er um að baka goðin við eld og að smyrja þau, þá er líklegt, að það hafi átt að vera nokkurs konar helgisiðr, enn ekki man eg til, að um slíkt sé talað nema á þessum eina stað. í Fornaldarsögum 3, 213 er og talað um Jómala Bjarma, með ákaflega miklu skrauti, gullkórónu settri gimsteinum, dýrindismeni og silfrbolla fullum af gulli. Að hugsuninni til er lýsing þessi lík hinni fyrri, enn í henni eru svo miklar öfgar, að ekki verðr neitt verulegt á henni bygt. Fleira því um líkt um hof og goð er í 3. bindi af Fornaldarsögum, sem eg hirði eigi um að tilfœra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.