Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 45
45 burt. f>að verðr ekki sannað, að nafnið Njálsbúð hafi fyrst komið upp eftir þann tíma, að menn fóru að þekkja „Búðaskipun á þing- velli, eins og hún var um 1700 (Katastasis)“. pví að sú búðaskip- skipun er jafnvel mörgum ókunn þann dag 1 dag, nema af ritgjörð og korti Sigurðar málara Guðmundssonar. Reyndar er Katastasis prentuð í þ>jóðólfi 1851 Nr. 62, enn eg hefi vissar sagnir af því, að nafnið Njálsbúð á þessum stað var þekt löngu fyrir þann tíma. Björn (prestr) Pálsson, sem var prestr á fnngvelli frá 1828 til 1846, þekti Njálsbúð og vísaði mönnum á hana, og er eðlilegast að ætla, að hann hafi haft þá sögn eftir Páli föður sínum, sem þar var prestr 1780—1818. Eg veit eigi til, að Björn prestr nefndi aðrar búðir, enn Njálsbúð og Snorrabúð, hvar þær hefði staðið, og er það næsta undarlegt, að hann skyldi eigi nefna fleiri búðir, ef hann hefði þessa skoðun sína úr Katastasis, þar sem í henni eru nefndar um 20 búðir. Eg skal líka geta þess, að þegar eg kom fyrst á þingvöll 1858, var mér ekki sagt til annarra búða enn Njálsbúðar og Snorra- búðar. Að öðru leyti skal eg láta hvern mann ráða meiningu sinni um Njálsbúð ; enn þetta þykir mér líklegast. Um Snorrabúð er hið sama að segja og um Njálsbúð, það er til munnmælanna kemr, að þau hafa haldizt enn í dag; enn eins og kunnugt er, ákveðr Njálssaga það skýrt, að hún sé uppi í skarð- inu, sem riðið er ofan úr Almannagjá og niðr að ánni, þvíað það var einmitt þetta skarð, sem þeir Flosi gátu komizt upp í Almanna- gjá til að leita þar til vígis, og sem Snorri goði tókst á hendr að verja. Snorri segir við þá Ásgrím í brennumálunum (sjáNjálss. k. i39108> t>l. 751): „Enn ef ér verðit forviða, munuð ér láta slá hingat til móts við oss, því at ek mun þá hafa fylkt liði mínu hér fyri ok vera búinn að veita yðr, ennefhinn veg ferr, at þeir hrökkvi fyri, þá er þat ætlan mín, at þeir muni ætla at renna til vígis í Almannagjá. Enn ef þeir komaz þangat, þá fáið ér þá aldri sótta. Mun ek á hendr takaz at fylkja þar fyrir liði mínu og verja þeim vígit. enn ekki munu vér eptir ganga, hvárt sem þeir hörfa með ánni norðr eða suðr“. Af þessu er það ljóst, að Snorrabúð var uppi í skarðinu, sem var hinn eini vegr, sem hægt var að komast upp í Almannagjá með flokk manna. Eg þykist viss um, að Snorrabúð og Hlaðbúð sé sitt hvað. það er kunnugt, að bardaginn á alþingi eftir brennumálin byrjaði við Lögréttuna, þvíað þar var fimtar- dómrinn; hafa þeir Flosi svo flúið yfir í Öxarárhólma og þaðan yfir ána og upp í skarðið, þvíað Njálss. segir k. i4589, bl. 810: „Flosi hafði þat sagt sínum mönnum, at þeir skyldi leita til vígis í Al- mannagjá, ef þeir yrði forviða, því at þar rnátti einum megin at sœkja“..........nú brestr flótti í lið Flosa ok flýja þeir allir vestr um Öxará, enn þeir Ásgrímr og Gissurr gengu eptir ok allr herrinn; þeir Flosi hörfuðu neðan niilli Yirkishxiðar ok Iilaðhúðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.