Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 42
42 snemma á 19. öld. Álitu menn það smiðjutóft, því þar fanst járna- rusl og sindur og ýmsir smámunir, þar á meðal tvær bronse-sylgjur, skálmyndaðar, sem Kaupmannahafnar forngripasafn eignaðist, og getur Kaalund þess (i Beskr. Isl. II. 323 neðanmáls) að þær séu þar og hvar og hvenær þær fundust. Eg vildi fræðast gjör um þessa rúst og spurði um þetta í Flögu í sumar. Fólkið, sem þar er nú, kannaðist að vísu við rústina, og hafði heyrt getið um að eitthvað lítilsháttar hefði fundist þar áður. En nú á seinni árum hefði þar ekkert fundist, enda rústin blásin burt að miklu leyti. Þó væri ekki mörg ár síðan að nálægt þeim stað hefði fundist axarblað. En það hefði verið svo ryðbrunnið, að burt hefði verið fallinn allur munn- urinn og hálft augað. Það var fullyrt, að þessi hlutur hefði verið sendur Forngripasafninu í Reykjavík. Þó þetta sé ekki nýr fornleifafundur, þá áleit eg þó réttara að láta hans ekki ógetið. XIII. Athugasemdir við Arbók Fornleifafélagsins 1905. [Framhald frá Árb. 1907]. Þá er eg ritaði um landnám Gríms og leiði hans (Árb. '05, 38) leiddi eg likur að því, að Ketilbjörn gamli mundi hafa tekið undir sig gilda sneið austan af landnámi Gríms og þar með mundi Hest- fjall hafa fylgt; það mundi báðum hafa þótt eigulegt. Hefði eg þá vitað það, sem eg veit nú, að uppi á Hestfjalli er dalverpi, sem heitir Orustudalur, þá hefði eg getið þess og leyft mér að setja það í satnband við líkur þær, er eg færði til, því engin sögn er um til- drög til þessa örnefnis. Og mörg örnefni frá landnámstíð halda sér óbreytt enn í dag. Það væri í beinni samliljóðun við skoðun mína í Árb. ’05, að slá fram þeirri tilgátu, að mönnum þeirra Gríms og Ketilbjarnar hafi lent saman í Orustudal, barist þar og Ketilbirni veitt betur. Auðvitað má segja, að tildrög örnefnisins geti verið alt önnur. Víst geta þau það. En meira verður þá heldur ekki sagt. Full vissa fæst náttúrlega ekki. En bendingin, sem örnefnið gefur, er þó heldur með mínu máli en móti, ef nokkuð er. Þess vil eg nú láta getið, er eg vissi ekki 1905, að í túninu á Grafarbakka í Hrunamannahreppi er örnefni, sem heitir Hofin. Graf- arbakki stendur, eins og kunnugt er, á austurbakka Litlu-Laxár þar sem Gröf er vestanmegin hennar. í Gröf bjuggu höfðingjar í forn- öld: Þorsteinn goði og Bjarni spaki, son hans, og hafa þeir óefað átt landið báðum megin árinnar. Gátu þeir því haft hof sitt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.