Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 96
96
Flaska, 2 bikarar og diskur (bakki) úr kopar, silfrað og smelt (kol-
melt), alsett rósaskrauti að utan.
Þrjár körfur riðnar úr tægjum og strái, nýlegar, allar með loki;
ein stærst og er í henni strútsegg, hinar fremur litlar og þrjú
lítil egg í annari þeirra.
Tágakarfa, gömul og gölluð, með loki.
Hnotflaska, með gröfnum myndum á að utan.
Hnotskálar tvær, misstórar, með gröfnum myndum til skrauts að utan.
Skrautband með skúfura, úr silki- og silfur-þræði.
Mittisskýla úr skinnræmum, alsett smáskeljum til skrauts, og með
löngum, hangandi skinnræmum.
Mynd, allstór, máluð á pappír með vatnslitum: í Markúsarkirkju
á Feneyjum. Merkt 1882 Bunney 245.
Mynd, nokkru minni, máluð á léreft með olíulitum: Forngripa-
kaupmaðurinn. Merkt Jos(?) Munsch, Munchen.
Mynd, lítil, máluð á tré með olíulitum eftir Francesco Mazzola, kall-
aðan Parmigiano (1503—1540): María mey, Jesús sem barn og
engill.
Mynd, lítil, máluð á tré með olíulitum: Italskt hús. Merkt F. Campo.
Venecia 1880.
Mynd, lítil, máluð á tré með olíulitum: Stór bygging með hvelfdu
þaki, mjóir turnar, næst hátt tré og runnar, ítalskt landslag(?).
Mark ógreinilegt: ...........Virtienni(?).
Tvær myndir, málaðar með vatnslitum á pappír: Sjór í logni, skip
og strendur; um dag önnur, sólarlag hin. Mark ógreinilegt: W.
Gedney Burne(?). Venice.
Mynd, máluð á tré með olíulitum: Lítil stúlka og hundur horfa í
eld á arni. Merkt: G. Laeverenz. Miinchen.
Eftirmynd gerð af G. Rocchi af mynd eftir Sandro Filipepi, er kall-
aður var Botticelli (1446—1510): Þokkagyðjurnar. Úr »Vorinu«.
Eftirmynd gerð af sama af mynd eftir Fillippo Lippi (um 1406—
1469): María mey tilbiðjandi sveininn Jesús, tveir englar bera
hann á höndum sér.
Eftirmynd ómerkt af mynd eptir Francesco Raiholini, er kallaðist
Francia (1450—1517): Stefán frumvottur; hann knýpur á kné
og hefir samlagðar hendur á brjósti. Á myndinni stendur:
Vincentii Desiderii votum — Francie expressum manu. — Þessi
eftirmynd er að líkindum einnig eftir G. Rocchi.
Litmyndir af sex Indíönum, gerðar eftir ljósmyndum.