Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 38
38 þá. Þeir hafa hvorki riðið til Varmalækjar né Langholts, sem nú eru næstu bæir, sinn á hvora hönd. A þeim dögum heíir verið bær i Kálfanesi, milli Flókadalsár og Geirsár. Þangað áttu þeir ekki langt úr leið og hefi eg hingað til talið vist að þar hafl þeir hlotið að lýsa vígunum. En i sumar (1910) var mér sagt i Borgarflrði að skamt frá Bæ væri eyðibýli, er héti að Reldnm og væri sagt að vígunum hefði þeir lýst þar. Fór eg þvi þangað og vildi sjá, hvort þetta væri líklegt eftir afstöðu. Og svo vildi eg líka sjá rústirnar sjálfar. Þær eru skamt norðaustur frá Bæ og næstum í leið fyrir þeim Snorra. Er þar mýrlendi á milli og keldur í, sem bærinn heflr verið kendur við. Á þeim dögum mun mýrin hafa verið þurt skóg- land nema keldurnar, og þær þó varla jafnblautar og nú. Nú verður að riða dálítinn krók til að komast frá Bæ að rústum Keldna. Rúst- irnar eru í mýrl^ndi og er það þegjandi vottur um, að þurlendara hafi þar verið áður. Rústirnar eru glöggvar og eigi mjög niðursokn- ar; enda mun jarðvegur ekki mjög djúpur. Eru rof skamt þaðan og sést þar, að hann er grunnur. Bæjarrústin er græn og hygg eg að hún hafi verið höfð fyrir stekk frá Bæ siðar. Þó hefir rústunum eigi verið breytt Bæjarrústin liggur hérumbil frá austri til vesturs og skiftist í tvær tóftir um miðgafl, sem ekkert er fullyrðandi um dyr á. Breiddin er um 3 fðm. út á veggi. Þeir eru þykkvir og þó mjög fallnir inn. Vestari tóftin er 4 fðm. löng og dyr á vesturenda. Eystri tóftin er 6 fðm. löng og eru dyr á austurgafli. Þar er suðurkampurinn áfastur við kringlótta tóft, sem er 3 fðm. í þvermál. Hún heflr dyr mót suðri og aðrar gagnvart austurtóftar- dyrunum. Út úr ganginum milli þeirra eru útidyr mót norðri. Eigi eru veggir hinnar kringlóttu tóftar alveg eins þykkvir og bæjarvegg- irnir. Sunnanuudir suðurvegg austurtóftarinnar lítur út fyrir að hafi verið útbygging nokkur. Þaðan gengur svo veggur vesturmeð suð- urvegg vesturtóftarinnnar. Eigi er hann nærri jafnþykkur bæjar- veggnum. Milli þeirra verður mjó tóft sem mjaltakvíar. Þessi granni suðurveggur þeirrar tóftar heldur svo áfram, sem túngarður. Verð- ur fyrst bugða r.okkur á honum og gengur hann síðan í norðvestur, þráðbeinn að kalla og nokkuð langur. Frá enda hans gengur þver- garður í norðaustur. — Nokkrum föðmum fyrir austan hina kringl- óttu tóft er önnur rúst, 8 fðm. löng, er liggur nál. frá norðri til suð- urs. Hún hefir miðgafl með dyrum á 3 faðm. frá suðurenda, en útidyr eru á noiðurenda. Kann það að hafa verið fjós og hlaða. Austurkampur útidyranna heldur áfram til norðurs, sem túngarður, jafnlangur hinum sem til norðvesturs gengur, og endar, eins og hann, við norðaustur-þvergarðinn. Eigi er sá garður iengri en milli garð- endanna beggja, og er hann túngarður fyrir norðurenda túnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.