Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 29
29 getað gjört í venjulegum vatnavöxtum. Hlaup þessi hafa eyði- lagt hinn forna gróður í hrauninu, ef til vill oftar en einu sinni. Auk þess hefir stundum drifið þar yfir vikur og eldfjallaösku. Nú er ekki annar gróður í hrauninu en lítt þroskaður nýgræðingur. Hann er minstur vestantil, þar sem hraunið er lægst á stóru svæði og árburður svo mikill kominn í það, að varla standa upp úr nema stórir klettar. Og þegar neðar dregur, nær Lundi, sést hvergi á klett upp úr árburðinum á stóru svæði, og er það áður tekið fram. Mun mega telja meðal bæjarleið frá Lundi að næsta horni hrauns- ins, þvi er nú sést. Þó hlaupin hafi ekki farið yfir hólinn, sem Lundur stóð á, er nú allur jarðvegur burt af honum, nema að vestan- verðu. Landnyrðingar eru mjög sterkir á þessu svæði, þeir hafa tekið við þar, sem landbrot af vötnum hætti, og blásið jarðveginn burt. Hóllinn, sem Lundur stóð á, hefir þó til þessa verið til skjóls fyrir mjóa grastorfu, sem liggur frá útsuðurenda hans fram að Djúpá. Lengd þeirrar torfu er hér um bil 150 fðm ; en hvergi er hún breið- ari en 10 fðm. og sumstaðar mjórri, svo nærri má geta, að dagar hennar muni bráðum taldir. Bærinn Lundur hefir staðið cá noið- austanverðum hólnum. Þar liggur byggingargrjótið í dreifum. Und- irstöður veggja eru alveg gengnar úr lagi, svo að húsaskípun er ekki hægt að ákveða. Þó sést löng, bogadregin steinaröð suðaustan- megin við norðausturenda binnar mjóu grastorfu. — hún nær dálítið upp á suðurenda hólsins. Hygg eg að sú steinaróð sé kirkjugarðsundirstaðan suðaustanmegin. Var mér og sagt, að þar hefði áður blásið upp mannabein og verið flutt að Kálfafelli. Eftir því kynni kirkjutóftin, eða nokkuð af henni, að vera enn óupp- blásin í norðausturenda grastorfunnar. Þar er hóllinn brattur vestan- megin og farvegur eftir leysingarvatn neðanundir. Þar getur grjót úr kirkjugarði og jafnvel úr kirkju hafa hrunið ofan og borist burtu eða hulist. Því eigi þykir mér ólíklegt, að þar hafi hóllinn áður verið breiðari og flatari, en vatnsþungi, sem á sínum tíma hefir skollið þar á honum, hafi mulið meira eða minna af honum. Með því að bæjarrústin er fyrir löngu örblásin, og með því að eigi er þó sérlega sjaldgæft að menn komi þar, t. a. m. smalamenn frá Rauðabergi, þá var auðvitað til litils að leita þar að forngrip- um. Þó gjörðum við það. (Jón Steingrímsson frá Rauðabergi var með mér). Og við fundum 3 smáhluti: lítið tálguhnífsblað, odd- brotið; hnit (oddró) úr eiri, er trégjörð (á íláti) hefir verið lokað með; og enn óþéktan smdhlut úr eiri, er eg hygg ef til vill bréfaklemmu. Um sóknarbæi Lundarkirkju vita menn lítið. Þeir eru, eins og vísan segir, »huldir aur og grjóti«, allir nema einn. Rúst þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.