Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 34
34 um hana; muni bygð hafa haldist þar nokkuð fram á aldir, en lagst niður af því Selgil hafi brotið túnið. Enn heldur Selgil áfram að brjóta Karlastaða-túnstæðið í leysingum. Var mér sagt í sumar á Húsafelli, að nú væri það farið að brjóta bæjarrústina. Fór eg því þangað til að sjá verksummerki. Og þau leyndu sér ekki. Nú var í burtu meira en helmingur af norðvesturveggnum. — Rústin liggur nfl. frá landnorðri til útsuðurs. — Hefir útsuðurendi veggjarins fyrst brotnað af, og eru nú aðeins 5 fðm. eftir af honum. Suðausturveggur- inn er 12 fðm. langur; en útsuðurendi hans hverfur í bakkann, svo líklegt er, að af honum hafi brotnað. Miðgafl er og horfinn. önnur rúst minni (af fjósi og hlöðu?), er dálítið austar á túnstæðinu. Hún er nál. 8 fðm. löng frá norðvestri til suðausturs og skiftist í 2 tóftir. Miðgaflinn, sem skilur þær, sýnist vera dyralaus. Suðausturtóftin er 5 fðm. löng og hefir dyr út úr norðausturhlið við miðgafiinn (fjósið?). Hin tóftin er 3 fðm. löng og eru dyrnar á norðvestur- endanum (hlaðan?). Túnstæðið brotnar óðum, og er eigi annað fyrir að sjá, en að innan skamms verði ekkert eftir af því annað en | að, sem legið hefir upp í hraunbrúnina fyrir ofan. Þar eru leifar af túngarði, og verða þær liklega eina merkið um Karlastaði, sem sjá má er stund- ir líða. Y. Reiðarfell og Grímsgil. I Arbók Fornleifafélagsins 1909 hefir Matthías Þórðarson forn- gripavörður skýrt frá því, að það, sem í Árb. 1893 segir um afstöðu eyðibæjanna Grímsgils og Reiðarfells virðist koma í mótsögn við jarðabók Árna Magnússonar og sóknarlýsingu síra Jónasar Jónssonar frá 1842. Samkvæmt þeim heimildarritum hafi Reiðarfell verið uppi á fjallinu, en Grímsgil austan í fjallshlíðinni fyrir utan Húsafell, þar sem nú er kallað Reiðarfell. Hvernig stendur á því, að þessi breyting hefir orðið á munn- mælunum á ekki lengri tíma? Því eftir munnmœlum hafa þeir Á. M. og J. J. líka ritað, rannsóknarlaust, eins og nærri má geta. Ekki er það óhugsandi, að sögnin, sem nú er ofan á, hafi alt af »legið í landi« á Húsafelli, þar sem þessi eyðibýli eru í landinu og annað þeirra blasir við bænum. En þá hefði bæði Á. M. og J. J. orðið að rita eftir sögnum annara en hinna kunnug- ustu. Þetta getur ekki talist liklegt. Það er aðeins hugsanlegt. Önnur skýring á málinu hefir mér komið í hug, og vil eg setja hana fram til að gjöra það dálítið ljósara:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.