Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 43
43
austan á. Ekki er langt á milli: austurtúnið í Gröf og áin. En
örnefnið Hofin eru á sjálfum árbakkanum gagnvart Gröf, og þar fast
við liggur gatan upp frá ánni, þá er sem beinast er farið frá Gröf
að Grafarbakka. í Gröf er láglent, en á Grafarbakka er hálent og
og árbakkinn brattur þeim megin. Hafi hofið staðið þar, sem örnefnið
er, þá var einkar fagurt að sjá upp þangað að morgni dags, ef komið
var austur fyrir bæinn í Gröf um sólaruppkomu. Það gat haft mikla
þýðingu fyrir trúmann í fornum sið. Og trúmaður er líklegt að
Þorsteinn hafi verið, þar eð hann var goði og hafði helgistörf á hendi.
Því hefir hann líka átt hof. En ekert örnefni þar nærlendis er kent
við hof, nema þetta eina. Ekkert er samt einkennilegt við staðinn:
Það er dálítill bali, gjör af náttúrunni, — eða, ekki lítur út fyrir
annað. Raunar er það ekki alveg að marka, því á þessum bala hafa
peningshús staðið frá ómunatíð. Þar geta því mannaverk verið eyði-
lögð, og er hæpið með árangur, þó reynt væri að grafa balann út.
XIV. Athugasemd um Þórsmörk.
í Árbók Fornleifafélags-ns 1907, bls. 22, hefi eg getið þess, að
þá er eg fór um Þórsmörk 1906 kom eg ekki í Sóttarhelli, en iðrað-
ist þess, er eg kom aftur út i Fljótshlíðina, þvi þar hitti eg mann,
er komið hafði í hellinn og lýsti honum svo, að útaf lýsing hans
datt mér í hug, að með þenna helli kynni að vera líkt ákomið og
hellana undir Eyjafjöllum, sem eg hafði skrifað um í Árb. '02, bls.
24—29. í það sinn gat eg samt ekki snúið aftur inn á Mörk til að
fullvissa mig um þetta. En sumarið 1908 fékk eg tækifæri til að
fara þangað og fann mér skylt að nota það.
Ekki reyndist svo, að Sóttarhellir væri líkur Seljalandshellum,
Rauðafellshellum eða Rútshelli. Sóttarhellir er óbreytt náttúrusmíði,
holaður af sjó inn í þursabergið meðan sjávarfiötur stóðhærraenn nú
á þeim svæðum. Ræfur hellisins er ójafnt og óreglulegt og hefir hvergi
verið lagað af mönnum. Inn úr enda hans er að vísu hola eða hvolf>
eins og mér var sagt; en þar eru ekki heldur nein mannaverk á.
Satt er það og, að tvö berghöld eru þar, hvort gagnvart öðru þannig
að götin standast á. En bæði eru þau á sömu (eystri) hlið hellisins
og svo sem rúm alin milli þeirra. Ólík eru þau berghöldunum í
Rútshelli og Rauðafellshelli, sem eru svo snildarlega höggvin inn í
slétt hellisræfrið; í Sóttarhelli eru þau þar á mót boruð gegnum tvær
sjálfgjörðar bergbríkur ofurlitlar, sem ganga inn úr ræfri hans. Götin
eru auðsjáanlega af mönnum gjör. En svo eru þau gömul, að eigi
gat eg séð að bergið hefði annan lit innaní þeim enn annarstaðar.
6*