Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 51
51
T-ið í 9. 1. er með mjög stuttu þverstriki, líkt og á Garðast. nr. 3
(Arb. ’06). O-in eru flest hornótt. — Stafamerkingin og rithátturinn
er svo sem tíðast var á 17. öld og gerð var grein fyrir í ritgjörðinni
um Garðasteinana (Árb. ’04 og ’06). Hvort verið hafi E eða I næst-
aftasti stafur í 7. línu er nú orðið óglögt. N-hljóðið á eftir hljóð-
stafnum 0 (o-hljóðinu) í 14. 1. fremst er táknað með striki yfir o inu
(sbr. nr. 1, 6. 1. að neðan). Fyrir framan s-ið í þessu orði, son, helir
fallið úr í framburði og áletrun s-ið, sem var eignarfallsending næsta
orðs á undan: »Þórólf son« fyrir Þórólfs son í 13.—14. 1. í-hljóð er
táknað með y-i i 17. 1. svo sem altítt var á 17. öld og fyr og síðar.
Til orða-aðgreiningar eru 3 deplar eins og á nr. 1, nema þar
sem orðaskil og línuskil falla saman; þó vantar deplana fyrir fram-
an og aftan GVDS í 5. 1.
IHS i CHS
SALER i R
IEttLAtR
A ! HVILA
I GVDS HE
NDE i OG
EINGIN
PINA i S
NERRTE
R i ÞœR
ÞORV
ARDVR
ÞOROLF
SO ! BHD
UR ! HIE
R i GLEDILE
GRAR i L(y?)fS
VPPRISV.
Þessi grafskrift er ólík flestum öðrum grafskriftum á legsteinum
frá þessum tíma hér á landi að mörgu leyti. Einkum er það ein-
kennilegt, að hún byrjar alt á annan veg en vanalegt er og á ritn-
ingargrein, sem einmitt var sett aftast eða neðst venjulega. Á undan
ritningargreininni er hér þó nafn Jesúsar Krists skammstafað. Ekki
er þess getið hvaðan ritningargreinin er tekin. »Hjer h vilir« er
ekki haft og orðalagið öðru vísi en vanalegt er að því leyti. Ártal
er ekkí á steininum, en þar eð miklar líkur eru til að Þorvarður
þessi sé sá, er getið var hér að framan við nr. 1, er ekki mikill
7*