Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 61
61
Hjaltahaugi hefir verið spilt nokkuð með allmikilli gryfju, en nú
má honum ekki raska. — Ætti slíkt háttalag ekki að haldast nokkr-
um mönnum uppi, að róta upp og eyða fornum haugum, sem full-
glöggir eru og óhaggaðir frá fyrstu tíð að því er virðist, nema ef
til vill undir sérstökum kringumstæðum. — Haugurinn mun vera
allmjög blásinn og siginn, hefir verið miklu hærri í fyrstu. Hann
er nú lág malarbunga, sem enginn myndi veita eftirtekt, ef garður-
inn væri ekki umhverfis, hæðin mun vera um miðju aðeins 4 fet.
Þvermál hringsins er 82 fet. Fyrir innan hann er um þriggja feta breið
lægð umhverfís hauginn. Það er erfitt að segja hversu hár garður-
inn hefir verið í fyrstu, en vafalaust hefir hann ekki verið minni
en litlir vörzlugarðar gripheldir, t. d. túngarðar, gerast nú, því eðli-
lega hefir hann verið til að vernda sjálfan hauginn.
Það mun lengi hafa haldist við í þjóðtrúnni bæði hér á Islandi
og í Noregi að vernda slíka hauga fyrir skepnum og óskunda.
Um það eru engin áreiðanleg munnmæli til framar, hvar hofið
sjálft hafi staðið. Sig. Yigfs. álítur heist að það hafi verið á hóln-
um að norðanverðu við Goðalaut1). I sóknarlýsingu sinni telur síra
Benedikt Vigfússon Hof eitt af nýbýlum í Hóla landi, og á öðrum
stað í lýsingunni segir hann svo: »Sér og en fyrir Aurmáli Goða-
hofsins á Hofi, en þó miklu gjörr, áður þar var, árið 1827, bygt Ný-
býlið«. Hof hafði verið mjög lengi í eyði, máske margar aldir.
Árni Magnússon getur staðarins á þessa leið í jarðabók sinni: líofiö
heitir steckur og fiárhús stadarens (þ. e. Hóla). Þar seigia munraæle
bæren hafe staded ádur i fyrndenne, og liós eru þar byggdar merke.
En þá er þesse biskupsstóll var stiftadur, var þar stadureii sem nú
stendur han, og veit eingeii ad sidan hafe bær vered á Hofenu; má
og ecke byggia fyrer landþraung«. I húsvitjunarbók Hólasóknar er
árið 1828 fyrst talin fjölskylda á Hofi. Bóndinn er Árni Guðmunds-
son, 29 ára gamall, giftur, og eru 5 alls í heimili. Næsta ár er tví-
býli að Hofi og eru 4 til heimilis á hvoru býlinu. 1830 eru báðar
þessar fjölskyldur taldar þar aftur, en næsta ár hvorug þeirra, held-
ur aðeins ein, nýr bóndi, að nafni Jón Gíslason; hann bjó þar um
20 ár. Síðan bjó þar lengi Friðrik Níelsson; voru þessir bændur
báðir hreppstjórar. Af orðum síra Benedikts, sem verið hefir gagn-
kunnugur á Hofi, mætti helst ráða að nýbýlið, bærinn sjálfur, hefði
verið bygður einmitt þar sem hoftóftin sást, en þó ekki beint ofan í
hana eða hún gerð með öllu ósjáanleg. Eftir því ætti hún ekki að
hafa verið á hólnum norðanvert við Goðalaut (fjárhúsahólnum) heldur
‘) Árb. '88—92, bls. 108, sbr. og Árb. '07 bls. 19, gleggsta tóftin á rananum
fyrir norðan fjárhúsin er að ummáli 43 X 10 fet.