Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 61
61 Hjaltahaugi hefir verið spilt nokkuð með allmikilli gryfju, en nú má honum ekki raska. — Ætti slíkt háttalag ekki að haldast nokkr- um mönnum uppi, að róta upp og eyða fornum haugum, sem full- glöggir eru og óhaggaðir frá fyrstu tíð að því er virðist, nema ef til vill undir sérstökum kringumstæðum. — Haugurinn mun vera allmjög blásinn og siginn, hefir verið miklu hærri í fyrstu. Hann er nú lág malarbunga, sem enginn myndi veita eftirtekt, ef garður- inn væri ekki umhverfis, hæðin mun vera um miðju aðeins 4 fet. Þvermál hringsins er 82 fet. Fyrir innan hann er um þriggja feta breið lægð umhverfís hauginn. Það er erfitt að segja hversu hár garður- inn hefir verið í fyrstu, en vafalaust hefir hann ekki verið minni en litlir vörzlugarðar gripheldir, t. d. túngarðar, gerast nú, því eðli- lega hefir hann verið til að vernda sjálfan hauginn. Það mun lengi hafa haldist við í þjóðtrúnni bæði hér á Islandi og í Noregi að vernda slíka hauga fyrir skepnum og óskunda. Um það eru engin áreiðanleg munnmæli til framar, hvar hofið sjálft hafi staðið. Sig. Yigfs. álítur heist að það hafi verið á hóln- um að norðanverðu við Goðalaut1). I sóknarlýsingu sinni telur síra Benedikt Vigfússon Hof eitt af nýbýlum í Hóla landi, og á öðrum stað í lýsingunni segir hann svo: »Sér og en fyrir Aurmáli Goða- hofsins á Hofi, en þó miklu gjörr, áður þar var, árið 1827, bygt Ný- býlið«. Hof hafði verið mjög lengi í eyði, máske margar aldir. Árni Magnússon getur staðarins á þessa leið í jarðabók sinni: líofiö heitir steckur og fiárhús stadarens (þ. e. Hóla). Þar seigia munraæle bæren hafe staded ádur i fyrndenne, og liós eru þar byggdar merke. En þá er þesse biskupsstóll var stiftadur, var þar stadureii sem nú stendur han, og veit eingeii ad sidan hafe bær vered á Hofenu; má og ecke byggia fyrer landþraung«. I húsvitjunarbók Hólasóknar er árið 1828 fyrst talin fjölskylda á Hofi. Bóndinn er Árni Guðmunds- son, 29 ára gamall, giftur, og eru 5 alls í heimili. Næsta ár er tví- býli að Hofi og eru 4 til heimilis á hvoru býlinu. 1830 eru báðar þessar fjölskyldur taldar þar aftur, en næsta ár hvorug þeirra, held- ur aðeins ein, nýr bóndi, að nafni Jón Gíslason; hann bjó þar um 20 ár. Síðan bjó þar lengi Friðrik Níelsson; voru þessir bændur báðir hreppstjórar. Af orðum síra Benedikts, sem verið hefir gagn- kunnugur á Hofi, mætti helst ráða að nýbýlið, bærinn sjálfur, hefði verið bygður einmitt þar sem hoftóftin sást, en þó ekki beint ofan í hana eða hún gerð með öllu ósjáanleg. Eftir því ætti hún ekki að hafa verið á hólnum norðanvert við Goðalaut (fjárhúsahólnum) heldur ‘) Árb. '88—92, bls. 108, sbr. og Árb. '07 bls. 19, gleggsta tóftin á rananum fyrir norðan fjárhúsin er að ummáli 43 X 10 fet.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.