Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 70
70 verið grafin þar, sem hrossbein hafa fundist. Það virðist þó liggja harla nærri að hugsa sér og skilja það, að hrossakjót og önnur mat- væli hafi verið lögð í haug með mönnum í heiðni, ekki síður en vopn og búningar, hestar, hundar, áhöld o. fl. Skel.jungsstein nálægt Silfrastöðum athugaði eg 19. VII. Um hann hefir áður ritað í Árb. '01, bls. 25—26, Brynj. Jónsson. Þjóð- saga gömul er um það, að göt þau tvö, sem í honum eru, séu boruð af mannahöndum; er sú þjóðsaga i ísl. þjóðs. I. 245—56. Br. J. segir götin »hafa útlit til að vera mannvirki«, en þykir þó ólíklegt að svo sé. Munnmæli hafa og verið um að gótin væru 3, og átti eitt að vera sokkið í jörðu. Er eg skoðaði steininn var hann að öllu leyti ofanjarðar, og var glögt, að hann hafði ekki staðið þarna djúpt í jörðu; götin voru aðeins tvö. G-öt þessi eru að öllu leyti náttúrunnar verk og yfirleitt sjást engin mannaverk á steininum; á því er alls enginn vafi. — Það er í rauninni óviðkomandi mál í þessu riti að skýra hversu götin eru til orðin. Slík göt og holur hafa venjulega myndast í steinleðjunni áður en hún harðnaði, en stundum þó t. d. af sjó, í storknað grjót. Götin og holurnar í Skeljungssteini munu mynduð í steinleðjunni af vatni eða lofti. Á Abæ í Austurdal var mér bent á mannvirki eitt einkenni- legt. Það er skamt upp frá bænum í dagmálastað, rétt fyrir utan túnið. Það er lítill haugur, um 10 fet að þverm., kringlóttur, og er garður hlaðinn umhverfis; þverm. hrings þessa er 37—40 fet, — hann er sporbaugsmyndaður. Garðurinn er nú mjög lágur, aðeins um V2 fet og mjór, um l'/2 fet, en fullglöggur. Þessu mannvirki fylgir sú þjóðsaga, sem alkunn er í Skagafjarðardölum, að draugur að nafni Dala-Skúli hafi verið settur hér niður. Hann var upp- vakningur úr Vesturdalnum og gerði mikið mein unz Goðdala-prestur sendi hann fram á afrétt og fekk honum það erindi, að telja öll kindaspörð á afréttinum. Að loknu verki kom draugur niður að Abæ og voru þá fætur gengnir upp að knjám. Varð honum þá komið fyrir og hann settur niður á þessum stað. Þjóðsaga þessi er án efa miklu yngri en mannvirkið, sem naum- ast virðist geta verið annað en haugur frá heiðni, og með haugs- garði umhverfis, en hvortveggja eyddur mjög. A Svínavatni er við bæjarlækinn flöt hella allstór, slétt að ofanverðu; kom hún í ljós er kirkjan var bygð og túnið sléttað þar umhverfis. Það er einkennilegt við hana, að á hana er höggvinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.