Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 70
70
verið grafin þar, sem hrossbein hafa fundist. Það virðist þó liggja
harla nærri að hugsa sér og skilja það, að hrossakjöt og önnur mat-
væli hafi verið lögð í haug með mönnum í heiðni, ekki síður en
vopn og búningar, hestar, hundar, áhöld o. fl.
Skel.jungsstein nálægt Silfrastöðum athugaði eg 19. VII. Um
hann hefir áður ritað í Arb. ’Ol, bls. 25—26, Brynj. Jónsson. Þjóð-
saga gömul er um það, að göt þau tvö, sem í honum eru, séu boruð
af mannahöndum; er sú þjóðsaga i ísl. þjóðs. I. 245—56. Br. J.
segir götin »hafa útlit til að vera mannvirki«, en þykir þó ólíklegt
að svo sé. Munnmæli hafa og verið um að götin væru 3, og átti
eitt að vera sokkið í jörðu. Er eg skoðaði steininn var hann að
öllu leyti ofanjarðar, og var glögt, að hann hafði ekki staðið þarna
djúpt í jörðu; götin voru aðeins tvö. Göt þessi eru að öllu leyti
náttúrunnar verk og yfirleitt sjást engin mannaverk á steininum;
á því er alls enginn vafi. — Það er í rauninni óviðkomandi mál í
þessu riti að skýra hversu götin eru til orðin. Slík göt og holur
hafa venjulega myndast í steinleðjunni áður en hún harðnaði,
en stundum þó t. d. af sjó, í storknað grjót. Götin og holurnar í
Skeljungssteini munu mynduð í steinleðjunni af vatni eða lofti.
A Abæ í Austurdal var mér bent á mannvirki eitt einkenni-
legt. Það er skamt upp frá bænum í dagmálastað, rétt fyrir utan
túnið. Það er lítill haugur, um 10 fet að þverm., kringlóttur, og er
garður hlaðinn umhverfis; þverm. hrings þessa er 37—40 fet, —
hann er sporbaugsmyndaður. Garðurinn er nú mjög lágur, aðeins
um J/2 fet og mjór, um ll/a fet, en fullglöggur. Þessu mannvirki
fylgir sú þjóðsaga, sem alkunn er í Skagafjarðardölum, að draugur
að nafni Dala-Skúli hafi verið settur hér niður. Hann var upp-
vakningur úr Vesturdalnum og gerði mikið mein unz Goðdala-prestur
sendi hann fram á afrétt og fekk honum það erindi, að telja öll
kindaspörð á afréttinum. Að loknu verki kom draugur niður að
Abæ og voru þá fætur gengnir upp að knjám. Varð honum þá
komið fyrir og hann settur niður á þessum stað.
Þjóðsaga þessi er án efa miklu yngri en mannvirkið, sem naum-
ast virðist geta verið annað en haugur frá heiðni, og með haugs-
garði umhverfis, en hvortveggja eyddur mjög.
A Svínavatni er við bæjarlækinn fiöt hella allstór, slétt að
ofanverðu; kom hún í ljós er kirkjan var bygð og túnið sléttað þar
umhverfis. Það er einkennilegt við hana, að á hana er höggvinn