Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 74
74
5687. 9/4
5688. UU
5689. 17/4
5690. —
5691. 22/4
5692. —
5693. ™U
*°u
verið saumað framan á hann hjarta úr rauðu silki-
atlaski og stendur á því Jahve með hebr. letri, en
aftan á hann heflr verið saumaður rauður skjöldur með
gullborðakrossi á og stöfunum INKI, og árt. 1776. —
Framan með jöðrunum eru gullvírsknipplingar; fóðrið
er rautt »ribs«-silki. Sagt er að Guðrún Skúladóttir
fógeta hafl saumað hökulinn; hún hefir þá saumað hann
úr einhverju eldra klæði.
»Þankapinni«; eins konar leikfang eða dægradvöl, sett
saman úr 6 smáspýtum.
Púkkborð, þ. e. fjöl með afmörkuðum reitum til að
klæða á í púkki; á því er ártalið 1775. Hefir fyrrum
tilheyrt síra Friðriki Thórarensen á Breiðabólstað í
Vesturhópi.
Frú Theodora Thoroddsen: »Mítur« frú Helgu Bene-
diktsdóttur, konu Sveinbjarnar rektors Egilssonar; eins
konar hattur með stóru skygni, úr flaueli og með
miklu útflúri.
Grafskriftarspjald með grafskrift á latínu yflr sveininn
Pál Beyer, d. 1707. Umhverfis grafskriftina, sem að
miklu leyti er í 8 tvíyrðingum, eru margir ritningar-
staðir á dönsku. — Úr Bessastaðakirkju.
Rúmfjöl útskorin á annari hlið; en greinasveigar á end-
um, IH S innan í öðrum, en ANNO 1736 innaní hinum,
og á milli þeirra er versið: »Vertu ifer og alt um
kring« o. s. frv. í 3 höfðaleturslínum. Norðan úr
Strandasýslu.
Rúmfjöl, útskorin á annari hlið og gagnskorin eftir miðju,
eru það greinar tvær, er kvíslast út frá miðju. í bekk-
jum fram með röndunum er skorið með höfðaletri, og
sumpart mjög skammstafað, 7. v. úr 14. sálmi passíu-
sálma síra Hallgríms Péturssonar: »Nær sem eg reine
sorg og sótt« o. s. frv. og ártalið 1773. — Vantar lítið
eitt af öðrum enda. — Norðan úr Strandasýslu.
Sverðslitur; hjöltin allgóð og er hnappurinn úr hörðum,
ijósleitum málmblendingi (prinsmetalli ?), en brandurinn
ryðskófir einar (1. 67 sm.), heflr verið tvieggjaður. Fanst
ofanjarðar á milli Botna og Leiðarvallar í Meðallandi
árið 1905.
Signet lítið úr látúni í hylki með stöfunum K K og árt.
1856; fanst við gröft í Reykjavík.
5694.