Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 23
23
I 384. bls., að Kolbeinn ungi hafl gert 18 hundruð þriggju álna aura
firir Aig Þórólfs, og galt vegandinn, Brandr Kolbeinsson, Þorleifsstaði
í Blönduhlíð, sem er talin 60 hundruð bæði í jarðatali Johnsens og
jarðabók Arna. Nú eru 18 hundruð 3 álna aura = 54 hundruð, og
kemur þá þessi staður í Sturlungu nokkurn veginn heim við hin
síðari jarðamöt, munar að eins 6 hundruðum, enn þó því að eins að
»hið forna mat« jarða í jarðabókunum sje miðað við álnir enn ekki
aura, þvi að ef svo væri hefði mat jarðarinnar meira enn þrefaldast
síðan á 13. öld, sem er ólíklegt, þar sem mat annara jarða hefur
staðið nokkurn veginn í stað. Full sönnun firir því, að hundraðatal
jarða sje miðað við álnir, enn ekki aura, felst i ímsum fornum skjöl-
um, sem telja dírleik jarða í kúgildum, og kemur kúgildatalan heim
við hundraðatalið. Þó ber þess að gæta, að á 13. öldinni eru kú-
gildin misdír í ímsum hjeröðum. Sum skjöl tala um 12 aura (=72
álna) kúgildi (ísl. Fornbrs. I 420, máld. Hvamms í Norðurárdal 1223;
II 83. bls., máld. Vallanesskirkju 1270), sum um 15 aura (90 álna)
kúgildi (ísl. Fornbrs I 265. bls., máld. Saurbæjar á Hvalfjarðarstr.
1180 — sbr. Grág. Belgsdalsb., fjárlag í Arnesþingi, prentað í Grág.
Kb. útg. II 247: kyr kálfhœr skal vera at 30 þriggja álna aura [= 90
álnum]); sum tala um 2 marka (=96 álna) kúgildi (ísl. Fornbrs. II
83. bls., máld. Vallaness 1270), sum um »hundraðs (o: 120) álna
virð kúgildi« (ísl. Foi'nbrs. I 282. bls, máld. Helgafellsklausturs c.
1186). Munar þá dírleiki kúgildis frá 72 álnum upp í 120 álnir á
13. (og 12.) öld. í máldaga Hafsfjarðareijar frá c. 1223, ísl. Fornbrs.
I 422. bls. eru jarðirnar Hafsfjarðarei (nú = Hausthús) og Hólsland
metnar báðar saman »at tveim kúgildum hins fimta tigar« (o: 42
kúg.). Enn í jarðabók Árna eru þær hvor um sig 16 hundruð, sam-
tals 32 huiidruð, og kemur það mjög vel heim, ef máldaginn á við
15 aura (9C álna) kúgildi og jarðabókin við 120 álna hundrað,
munar að eins hálfu hundraði. Árið 1269 segir, að Njarðvíkurkirkja
eigi »20 kúgildi í landi« (ísl. Fornbrs II 65. bls.). Á 14. öldinni
snemma kemst sú venja á að telja kúgildi jöfn 120 álnum, og er
þá slíkt kúgildi talið jafnt 1 hundraði i jörðu. í kaupbrjefi frá 1345
er talað um »20 hundruð vöru eða (jafnmörg) kúgildi í Grítubakka«
(ísl. Fornbrs. II 789). Árið 1391 eru Sólheimar í Sæmundarhlíð
seldir »fyrir 60 hundraða«, segir kaupbrjefið, og er áskilið, að and-
virðið sje goldið í þessum aurum: 15 kír, 15 ásauðarkúgildi, 2 kú-
gildi í veturgl. nautum, 4 kúgildi í 2vetrum nautum, 4 kúgildi í
Þetta kemur alveg heim við dírleikann eftir Johnsens Jarðatali, nema þar eru Þrándar-
staðir metnir 10 hundruð, enn þess getið neðanmáls, að jarðahók Arna telji þá jörð
12 hundruð.