Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 33
31 ingu. Stöng t. d. gæti verið kend við háa grannvaxna konu, er svó hefði verið kölluð. Og Stangarbakki gæti verið landnámsmerki eða eitthvað annað, (sbr. aðferð Ævars lnm. Þorsteinss.. er »hann settj niður stöng háva, og kveðst þar taka Véfirði syni sínum bústað«.). Vafanöfnin eru ekki mörg, og þeim er skift til beggja hiiða, svo valla geta þau valdið mikilli hlutfallsskekkju. En sjá má það af nýnefndu sýnishorni burtfeldra bæjarnafna — sem ekki verður séð að Ln. telji bæi — að því fleiri þeirra sem væru tekin með í reikninginn, þess meira fjarlægðust hlutföllin: landslags- og atvika-nöfnum fjölgaði mikið meira en nöfnum þeim, sem kend eru við ábúendur. Nánari greining bæjanafnanna eftir því, við hvað þau eru kend, yrði bæði of löng og óþörf, þar dr. F. J. hefur gert þá aðgreining, á miklu víðtækara sviði í ritg. sinni um bæjanöfn. (Safn t. s. ísl. IV. 412). Þó rannsókn þessi nái skamt og sje ófullkomin, mun samt óhætt að leiða af henni þessar ályktanir: 1. Fáir — eða engir — hinna fyrstu og göfugustu landnámsmanna íslands, þeirra er voru af norskum ættum, kendu bæi sína við sjálfa sig. 2. Bæir þessara manna flestra eru kendir við landslagið eða hofin, sem þeir bygðu þar. — Líklegt er að þeir hafi sjálfir gefið þessi nöfn. 3. Fyrstu bæjanöfnin, sem eru leidd af eiginnöfnum og viðurnefnum þeirra er þar bygðu, eru flest af írskum eða vesturlenskum upp- runa. Það eru yfir höfuð býli leysingja og landnámsmanna þeirra, er voru minni háttar, hverrar ættar, sem þeir voru. — Hvort þeir sjálfir, eða aðrir, byrjuðu að gefa þessi nöfn, það sést nú ekki. 4. Því lengra sem dregur fram á landnámsárin, þess meira tíðkast að kenna býlin við ábúendnr, bæði við nýkomna og niðja hinna, er fyr komu. 5. Þó fátt væri um stóra bæi í Noregi, sem kendir voru við menn og »staði«, hlutu þó býsna margir bæir hér þessi nöfn, þegar á 9. og 10. öld. Og af þeim »staða« nöfnum, sem nú þekkjast eftir Landnámu, munu ríflega 10°/0 kend við annað en ábúendur. 6. Meiri hluti bæja þeirra, sem kunnir eru frá 9. og 10. öld, hefur ver- ið kendur við landslagið og ýmislegt annað en hina fyrstu ábú- endur. — Sennilega nálægt tveim þriðju hlutum. Vigfús Guðmundsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.