Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 9
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fyrir bæjardyrum, þar sem lokræsi lá þvert yfir það. Hlaðið var þar nær 4 m breitt, hlaðið upp að framan, og var frambrúnin um 40 sm há. Við bæjardyrakampinn, 1 m austan dyranna, stóð steinn upp við vegginn, og var skál ofan í hann, 45 sm víð og 12 sm djúp. Nokkuð er sprungið úr barmi skálarinnar, og getur hún því ekki staðið full af vatni. Ekki verður með vissu séð, að skálin sé klöppuð í stein- inn. Svipaður steinn fannst í bæjardyrum á Þórarinsstöðum á Hruna- mannaafrétti3). Trúlegt er, að skálin hafi verið notuð sem mundlaug. Eins og meðfylgjandi uppdráttur ber með sér, greinast bæjar- húsin í sambyggðar tóftir. Austast og vestast hafa hús snúið göflum fram að bæjarstéttinni, og þar hafa verið dyr á þeim, en ekki innangengt í önnur hús. I hin húsin er gengið úr einum bæjardyrum á miðjum framvegg húsanna. Vestan dyra tekur bæjarröðin norð- lægari stefnu en austan þeirra. Ekki er beint dyrasamband á milli tóftanna, heldur greinast göng frá bæjardyrum til hinna einstöku húsa (sbr. þó I og II hér á eftir). Víst er, að stærsta tóftin hefur verið þiljuð í tvennt, og víðar hafa verið þverþil í tóftunum. Ekki hef ég merkt nema 7 hús á uppdráttinn þó ef til vill væri réttara að telja þau 9. í lýsingu rústanna, sem hér fer á eftir, er uppdrátt- urinn og merking hans sífellt hafður í huga. I. Bæjardyr. Húsið er alls um 7,20 m langt, en nokkuð mis- breitt. Yzt frammi við stétt er dyratóftin 1,20 m víð, en þegar kemur inn fyrir bæjarvegginn víkkar húsið í 1,70 m, en smáþreng- ist svo aftur og er efst (eða innst) aðeins um 1,20 m að vídd. Gólfið er hellulagt vandlega eftir miðju, og er raunar lokræsi undir hellunum, og verður vikið að því síðar. Utarlega í bæjardyratóftinni 50 sm innan við kampana, standa tveir steinar á gólfi út við vegg- ina. Þeir eru sléttir að ofan og mátti sjá á því hve laus vikurinn var yfir þeim, að þar höfðu dyrastafirnir staðið. Á milli þessara stoðasteina er 80 sm bil. Ekki sáust ljós merki eftir þröskuld. Við innri kamp veggjar að austan stendur steinn, og sáust óljós merki þess að þar hafi staðið stoð, en að vestan sáust þess ekki merki, en þar eru einnig steinar vel fallnir undir stoðir. Bilið á milli stoða hefur þá ekki verið minna en 90 sm, en trúlegt er að þama hafi verið þiljað á milli og dyr á þilinu og forstofa eða fordyri fyrir framan það. Vesturveggur I er allur hlaðinn úr grjóti, nema þar sem göng
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.