Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Side 13
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þess var stór sléttur steinn upp við vegginn, og virðist hann vera undan stoð. Þvert yfir miðgólfið lá stór steindrangi, sem gæti verið undan þröskuldi, ef hann er ekki sjálfur þröskuldurinn. Frá stein- inum lá mön af smásteinum upp að norðurvegg, og upp við hann voru hærri steinar, og gæti stoð hafa staðið á þeim, en steinamönin virðist vera undan þili. Gólfið austan þessa þils er mjög óljóst. Miðgólf heldur þó áfram rétt austur að gafli, en virðist þó ekki hafa náð alla leið. Má vera að þverpallur hafi verið þar við gafl- inn. Svo til mitt á milli þils og gafls voru sléttir steinar út við veggina og einnig í báðum hornum rétt austur við gafl. Þeir virð- ast vera undan stoðum. I miðri frambrún syðra „setsins" og í sömu línu upp við gafl voru einnig steinar, sem virtust vera undan stoð- um, en í framlínu nyrðra „sets“ var þetta ekki eins ljóst, en þó er flatur steinn eða hella í gólfi þar sem miðstoð hefði átt að standa. Báðum megin miðgólfsins eru breiðar grjótskákir. Hin syðri er með beinni frambrún, 1,90 m breið, en hin nyrðri er óreglu- legri, og er frambrún hennar ekki bein lína. Hafi verið trégólf yfir grjótinu við veggina, er eðlilegast að þar hafi verið tvö set, hvort um 1,90 m að breidd og miðgólf óþiljað, tæplega 1 m á breidd, en upp við gaflinn hafi verið mjór trépallur eða sæti. Á miðgólfinu voru dálitlar trjáleifar sitt til hvorrar handar, rétt aust- an við steindrangann, og gætu þær verið úr aurstokkum eða set- brúnum. Allur var austurendi skálans (austan þilsins) mjög óljós. Þar var mikið af grjóti og rofmold á gólfi og náði talsvert upp í vikurinn, en hvorugu megin miðgólfs var eiginlega neina gólfskán að finna. Mögulegt er, að eitt jafnhátt timburgólf hafi verið í öllum þessum enda hússins og að miðgólfið sé frá eldra bygging- arstigi. Skálinn á milli þilja er 6,4 m langur. Trúlegt er, að þiljað hafi verið innan á veggi, en þess sáust ekki örugg merki. Hann skiptist í þrennt eftir endilöngu. Set með veggjum fram og lægra gólf í miðju. Syðra setið er víðast um 1,90 m breitt frá vegg að fram- brún, en þar sáust lóðrétt skil í vikrinum frá vestra þili austur fyrir miðjan skála á 3,80 m kafla og vantaði þó í á tveimur stöð- um. Er svo að sjá, að þetta séu leifar af þilju framan á setinu, en hvort hún hefur náð upp fyrir setbrúnina varð ekki séð. Austur undir eystra þilinu sáust einnig trjáleifar í gólfi þar sem aurstokks var að vænta. Mikið grjót var á setinu allsstaðar nema vestast, og komu fram skil í því þvert yfir setið, eins og því hefði fyrst verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.