Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 18
GRÖP í ÖRÆPUM
21
Innri endi stofu og klefi þar inn af. -—■ Inner end of living room (III).
það tilheyrt seinna byggingarstigi, ef stoðin hefur hallazt suður
á við. %■
III. Stofa, sem snýr nokkru meira til norðvesturs en skálinn.
Hún er 6,8 m löng, 2,5 m breið í vesturendann og 3,1 m í austur-
enda. Göng liggja frá bæjardyrum til stofu, tæplega 3,5 m að lengd
og 1 m víð innst, en litlu þrengri út við bæjardyrnar. Norðurvegg-
ur ganganna er beint framhald af norðurvegg stofunnar. 2,2 m frá
gafli eru 4 stoðarholur í röð þvert yfir húsið. Nyrzta holan er upp
við norðurvegg, en hin syðsta aðeins 55 sm frá suðurvegg, og í
henni voru leifar eftir stoð, sem náðu 30 sm upp í vikurinn. Upp
við suðurvegginn er vænn steinn eins og undan stoð, og stefnir
holuröðin á hann. Varla er að efa, að þil hefur verið á stoðum
þessum, og hefur verið þiljaður af klefi vestan (innan) við sjálfa
stofuna, 2,5 x 2,2 m að stærð. Ekkert kom fram, sem benti á notkun
þessa klefa, gólfskán var um allt gólf, frekar þunn, en þó þykkust